Dramatík á Old Trafford - City og Ajax töpuðu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. september 2011 17:33 Kolbeinn Sigþórsson. Nordic Photos / Getty Images Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn fyrir Ajax sem tapaði fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Manchester-liðin United og City lentu í miklum vandræðum í sínum leikjum. Manchester United gerði óvænt 3-3 jafntefli við Basel á heimavelli sínum á meðan að City tapaði fyrir Bayern München í Þýskalandi, 2-0. Kolbeinn lék í fremstu víglínu með Ajax en fékk eðlilega úr litlu að moða. Þeir hollensku áttu þó nokkrar ágætar rispur í upphafi leiksins og Kolbeinn átti skot að marki snemma leiks sem fór yfir. Fljótlega eftir það tóku Madrídingar öll völd í leiknum. Cristiano Ronaldo kom þeim yfir eftir glæsilega sókn um miðbik hálfleiksins og Kaka fylgdi á eftir stuttu síðar með laglegu skoti. Karim Benzema gerði svo út um leikinn í upphafi seinni hálfleiks og gerðist lítið í leiknum eftir það. Ajax fékk ágætt færi þegar að fyrirliðinn og varnarmaðurinn Jan Verthongen átti skalla að marki eftir aukaspyrnu Christian Eriksen. Iker Casillas varði hins vegar vel frá honum. Danny Welbeck kom United í 2-0 forystu snemma leiks á Old Trafford með tveimur mörkum á tveimur mínútum og virtist sem svo að United myndi vinna öruggan sigur. Basel tók hins vegar leikinn í sínar hendur í seinni hálfleik og skoraði þá þrjú mörk í röð. Sannarlega ótrúlegur viðsnúningur en það verður að segjast að varnarleikur Manchester United virkaði alls ekki sannfærandi í kvöld. Ashley Young bjargaði stigi fyrir United með skallamarki á 90. mínútu og Welbeck átti hættulegan skalla að marki í uppbótartíma sem fór þó hárfínt fram hjá marki Basel. Mario Gomez skoraði bæði mörk Bayern gegn City í kvöld en þeir þýsku höfðu talsverða yfirburði í leiknum og virðast ógnarsterkir. Úrslit og marakskorara má sjá hér fyrir neðan:A-riðill:Bayern München - Manchester City 2-0 1-0 Mario Gomez (38.), 2-0 Mario Gomez (45.).Napoli - Villarreal 2-0 1-0 Marek Hamšík (14.), 2-0 Edinson Cavani, víti (17.).B-riðill:CSKA Moskva - Inter 2-3 0-1 Lúcio (6.), 0-2 Giampaolo Pazzini (23.), 1-2 Alan Dzagoev (48.), 2-2 Vágner Love (77.), 2-3 Mauro Zárate (78.).Trabzonspor - Lille 1-1 0-1 Moussa Sow (31.), 1-1 Gustavo Colman (75.).C-riðill:Manchester United - Basel 3-3 1-0 Danny Welbeck (16.), 2-0 Danny Welbeck (17.), 2-1 Fabian Frei (58.), 2-2 Alexander Frei (60.), 2-3 Alexander Frei (76.), 3-3 Ashley Young (90.).Otelul Galati - Benfica 0-1 0-1 Bruno César (40).D-riðill:Lyon - Dinamo Zagreb 2-0 1-0 Bafetimbi Gomis (23.), 2-0 Bakari Koné (42.).Real Madrid - Ajax 3-0 1-0 Cristiano Ronaldo (25.), 2-0 Kaká (41.), 3-0 Karim Benzema (49.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn fyrir Ajax sem tapaði fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Manchester-liðin United og City lentu í miklum vandræðum í sínum leikjum. Manchester United gerði óvænt 3-3 jafntefli við Basel á heimavelli sínum á meðan að City tapaði fyrir Bayern München í Þýskalandi, 2-0. Kolbeinn lék í fremstu víglínu með Ajax en fékk eðlilega úr litlu að moða. Þeir hollensku áttu þó nokkrar ágætar rispur í upphafi leiksins og Kolbeinn átti skot að marki snemma leiks sem fór yfir. Fljótlega eftir það tóku Madrídingar öll völd í leiknum. Cristiano Ronaldo kom þeim yfir eftir glæsilega sókn um miðbik hálfleiksins og Kaka fylgdi á eftir stuttu síðar með laglegu skoti. Karim Benzema gerði svo út um leikinn í upphafi seinni hálfleiks og gerðist lítið í leiknum eftir það. Ajax fékk ágætt færi þegar að fyrirliðinn og varnarmaðurinn Jan Verthongen átti skalla að marki eftir aukaspyrnu Christian Eriksen. Iker Casillas varði hins vegar vel frá honum. Danny Welbeck kom United í 2-0 forystu snemma leiks á Old Trafford með tveimur mörkum á tveimur mínútum og virtist sem svo að United myndi vinna öruggan sigur. Basel tók hins vegar leikinn í sínar hendur í seinni hálfleik og skoraði þá þrjú mörk í röð. Sannarlega ótrúlegur viðsnúningur en það verður að segjast að varnarleikur Manchester United virkaði alls ekki sannfærandi í kvöld. Ashley Young bjargaði stigi fyrir United með skallamarki á 90. mínútu og Welbeck átti hættulegan skalla að marki í uppbótartíma sem fór þó hárfínt fram hjá marki Basel. Mario Gomez skoraði bæði mörk Bayern gegn City í kvöld en þeir þýsku höfðu talsverða yfirburði í leiknum og virðast ógnarsterkir. Úrslit og marakskorara má sjá hér fyrir neðan:A-riðill:Bayern München - Manchester City 2-0 1-0 Mario Gomez (38.), 2-0 Mario Gomez (45.).Napoli - Villarreal 2-0 1-0 Marek Hamšík (14.), 2-0 Edinson Cavani, víti (17.).B-riðill:CSKA Moskva - Inter 2-3 0-1 Lúcio (6.), 0-2 Giampaolo Pazzini (23.), 1-2 Alan Dzagoev (48.), 2-2 Vágner Love (77.), 2-3 Mauro Zárate (78.).Trabzonspor - Lille 1-1 0-1 Moussa Sow (31.), 1-1 Gustavo Colman (75.).C-riðill:Manchester United - Basel 3-3 1-0 Danny Welbeck (16.), 2-0 Danny Welbeck (17.), 2-1 Fabian Frei (58.), 2-2 Alexander Frei (60.), 2-3 Alexander Frei (76.), 3-3 Ashley Young (90.).Otelul Galati - Benfica 0-1 0-1 Bruno César (40).D-riðill:Lyon - Dinamo Zagreb 2-0 1-0 Bafetimbi Gomis (23.), 2-0 Bakari Koné (42.).Real Madrid - Ajax 3-0 1-0 Cristiano Ronaldo (25.), 2-0 Kaká (41.), 3-0 Karim Benzema (49.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira