„Þetta er frábær byrjun hjá okkur og virkilega mikilvægur sigur,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld.
Haukar unnu fínan sigur á HK 27-22 í Digranesinu og byrja tímabilið af krafti.
„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur enda er HK með frábært lið og sterkan heimavöll. Við náðum að þétta varnarleikinn þegar leið á leikinn og það skilaði okkur þessum sigri“.
„Það er frábært að vera kominn aftur í Hauka og við eigum eftir að gera fína hluti í vetur".
Aron: Þéttum vörnina í síðari hálfleiknum
Stefán Árni Pálsson í Digranesinu skrifar