Óskar Bjarni: Frábær leikur Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 20. september 2011 22:52 Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals. Mynd/Vilhelm Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var ánægður með leik síns liðs gegn FH í Meistarakeppni HSÍ í kvöld þrátt fyrir að tapa í vítakeppni. „Þetta sýnir enn og aftur að þetta sé þjóðaríþrótt okkar Íslendinga. Tvíframlent og vítakeppni er það skemmtilegasta sem strákarnir fá. Frábær leikur,“ sagði Óskar Bjarni. „Við eigum eftir að slípa suma hluti. Valdimar var að spila sinn fyrsta leik og átti að spila tvisvar tíu, það varð aðeins meira. Mér fannst við eiga að klára þá. Ég hélt þetta væri komið þegar Ingvar varði tvisvar þegar við vorum þremur færri en því miður.“ „Það var karakter hjá okkur að koma til baka í venjulegum leiktíma. Mér fannst við hafa yfirhöndina þegar á leið og það varð erfiðara hjá þeim að skora.“ Valsmenn virkuðu ryðgaðir framan af leik og það var í raun ekki fyrr en í seinni hálfleik venjulegs leiktíma að þeir fóru að berja almennilega frá sér. „Við byrjuðum í 3-2-1, það voru mín mistök. Menn voru óöruggir í því og ég tek það á mig. Eftir að fórum í 6-0 vörn og breyttum áherslum vorum við góðir. Þetta eru miklar skyttur og miklir skotmenn sem voru heitir. FH er með gott lið og við náðum að þétta okkur. Við fengum hraðaupphlaup með markvörslunni.“ Sturla Ásgeirsson sem hafði nýtt færi sín mjög vel í leiknum klikkaði úr síðasta vítinu en Óskar sá bara jákvæðu hliðarnar við það. „Er ekki best að það sé reynslubolti sem klikkar frekar en einhver 18 ára pjakkur. Hann er með breytt bak og þolir þetta. Eru það ekki líka alltaf kóngarnir sem klikka í svona vítum, eins og Beckham og þessir bestu. Hann er kominn í ágætis hóp,“ sagði léttur Óskar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var ánægður með leik síns liðs gegn FH í Meistarakeppni HSÍ í kvöld þrátt fyrir að tapa í vítakeppni. „Þetta sýnir enn og aftur að þetta sé þjóðaríþrótt okkar Íslendinga. Tvíframlent og vítakeppni er það skemmtilegasta sem strákarnir fá. Frábær leikur,“ sagði Óskar Bjarni. „Við eigum eftir að slípa suma hluti. Valdimar var að spila sinn fyrsta leik og átti að spila tvisvar tíu, það varð aðeins meira. Mér fannst við eiga að klára þá. Ég hélt þetta væri komið þegar Ingvar varði tvisvar þegar við vorum þremur færri en því miður.“ „Það var karakter hjá okkur að koma til baka í venjulegum leiktíma. Mér fannst við hafa yfirhöndina þegar á leið og það varð erfiðara hjá þeim að skora.“ Valsmenn virkuðu ryðgaðir framan af leik og það var í raun ekki fyrr en í seinni hálfleik venjulegs leiktíma að þeir fóru að berja almennilega frá sér. „Við byrjuðum í 3-2-1, það voru mín mistök. Menn voru óöruggir í því og ég tek það á mig. Eftir að fórum í 6-0 vörn og breyttum áherslum vorum við góðir. Þetta eru miklar skyttur og miklir skotmenn sem voru heitir. FH er með gott lið og við náðum að þétta okkur. Við fengum hraðaupphlaup með markvörslunni.“ Sturla Ásgeirsson sem hafði nýtt færi sín mjög vel í leiknum klikkaði úr síðasta vítinu en Óskar sá bara jákvæðu hliðarnar við það. „Er ekki best að það sé reynslubolti sem klikkar frekar en einhver 18 ára pjakkur. Hann er með breytt bak og þolir þetta. Eru það ekki líka alltaf kóngarnir sem klikka í svona vítum, eins og Beckham og þessir bestu. Hann er kominn í ágætis hóp,“ sagði léttur Óskar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti