Handbolti

FH vann eins marks sigur í Belgíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
FH stendur ágætlega að vígi í EHF-bikarkeppninni eftir 29-28 sigur á belgíska liðinu Initia Hasselt í fyrri leik liðanna í annarri umferð. Liðin mætast aftur um næstu helgi og þá á Íslandi.

FH byrjaði vel í leiknum og var með undirtökin allan fyrri hálfleikinn. Staðan að honum loknum var 18-12, FH-ingum í vil.

Belgarnir létu þó til sín taka í seinni hálfleik með bættum varnarleik og náðu að jafna metin í stöðunni 20-20. FH-ingar voru þó skrefi framar síðasta stundarfjórðunginn og innbyrgu að lokum nauman sigur.

Ólafur Gústafsson var markahæstur FH-inga með sex mörk en hann fékk þó að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik fyrir þrjár brottvísanir.

Mörk FH: Ólafur Gústafsson 6, Baldvin Þorsteinsson 5, Magnús Magnússon 4, Örn Bjarkason, 3, Halldór Guðjónsson 2, Ragnar Jóhannsson 2, Þorkell Magnússon 2, Ari Þorgeirsson 2, Atli Steinþórsson 2, Sigurður Ágústsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×