Vistvæn hönnun og orkusparandi lausnir 6. október 2011 11:15 Verðlaunatillaga Henning Larsen stofunnar fyrir nýjar höfuðstöðvar Siemens. Í kvöld mun Signe Kongebro frá dönsku teiknistofunni Henning Larsen Architects í Kaupmannahöfn halda fyrirlestur í Norræna húsinu. Teiknistofan ætti að vera öllum Íslendingum kunn en hún kom meðal annars að hönnun Hörpu og Háskólans í Reykjavík. Fyrirlesturinn fjallar um sýn Henning Larsen stofunnar á vistvæna hönnun sem hún telur eigi að vera hluti af hönnunarferlinu frá upphafi. Fyrirlesarinn Signe Kongebro er arkitekt og meðeigandi í teiknistofunni. Hún er deildarstjóri fyrir sérstaka þróunardeild innan fyrirtækisins sem leggur áherslu á vistvæna nálgun og orkusparandi lausnir. Henning Larsen Architects er alþjóðlegasta teiknistofan í Danmörku. Stofan var stofnuð af Henning Larsen árið 1959. Í dag starfa þar um 157 manns. Teiknistofan hefur útibú og verkefni í meira en 20 löndum. Nýverið unnu þau alþjóðlega samkeppni um um nýjar höfuðstöðvar Siemens í München, þar sem gerðar voru mjög háar kröfur um ábyrga framtíðarafstöðu til auðlinda jarðar, en meðal annars verða úthliðar hússins hallandi þannig að birta sólar nýtist sem best. Fyrirlestur Signe er hluti af fyrirlestrarröðinni Ný norræn byggingarlist í Norræna húsinu. Hún hófst í síðustu viku þegar Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt hjá Basalt fjallaði um Sundlaugina á Hofsósi. Síðasti fyrirlesturinn er síðan á dagskrá 17. nóvember þegar Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batteríinu fjallar um Hörpu. Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Í kvöld mun Signe Kongebro frá dönsku teiknistofunni Henning Larsen Architects í Kaupmannahöfn halda fyrirlestur í Norræna húsinu. Teiknistofan ætti að vera öllum Íslendingum kunn en hún kom meðal annars að hönnun Hörpu og Háskólans í Reykjavík. Fyrirlesturinn fjallar um sýn Henning Larsen stofunnar á vistvæna hönnun sem hún telur eigi að vera hluti af hönnunarferlinu frá upphafi. Fyrirlesarinn Signe Kongebro er arkitekt og meðeigandi í teiknistofunni. Hún er deildarstjóri fyrir sérstaka þróunardeild innan fyrirtækisins sem leggur áherslu á vistvæna nálgun og orkusparandi lausnir. Henning Larsen Architects er alþjóðlegasta teiknistofan í Danmörku. Stofan var stofnuð af Henning Larsen árið 1959. Í dag starfa þar um 157 manns. Teiknistofan hefur útibú og verkefni í meira en 20 löndum. Nýverið unnu þau alþjóðlega samkeppni um um nýjar höfuðstöðvar Siemens í München, þar sem gerðar voru mjög háar kröfur um ábyrga framtíðarafstöðu til auðlinda jarðar, en meðal annars verða úthliðar hússins hallandi þannig að birta sólar nýtist sem best. Fyrirlestur Signe er hluti af fyrirlestrarröðinni Ný norræn byggingarlist í Norræna húsinu. Hún hófst í síðustu viku þegar Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt hjá Basalt fjallaði um Sundlaugina á Hofsósi. Síðasti fyrirlesturinn er síðan á dagskrá 17. nóvember þegar Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batteríinu fjallar um Hörpu.
Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira