Handbolti

Nítján ára handknattleikskappi lést í Sviss

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Svissneskir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um andlát hisn nítján ára Christoph Lanz sem var á mála hjá Wacker Thun þar í landi. Ekki hefur enn verið greint frá dánarorsök.

Lanz átti að mæta á æfingu á föstudaginn en var tilkynntur veikur. Degi síðar berast fregnir af því að hann sé látinn.

Á heimasíðu Wacker Thun er greint frá fráfalli Lanz og sagt að „ungur drengur hafi verið rifinn frá okkur í blóma lífsins“. Wacker Thun átti að spila við St. Otmar St. Gallen á sunnudaginn en var leiknum eðlilega frestað.

Lanz þótti efnilegur hornamaður en nú ríkir mikil sorg í bænum Thun þar sem búa rúmlega 40 þúsund manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×