Cesc Fabregas mun ekki spila með Evrópumeisturum Barcelona næstu þrjár vikur eftir að hann tognaði aftan í læri á æfingu hjá spænska liðinu í gær. Fabregas er því kominn á meiðslalistann sem er nú orðinn nokkur myndarlegur.
Andres Iniesta og Alexis Sanchez hafa báðir verið meiddir síðustu vikur en Iniesta er farinn að æfa á nýjan leik þótt að það sé ólíklegt að hann spili leikinn á móti Sporting Gijon í kvöld.
Cesc Fabregas hefur smollið vel inn í leik Barcelona síðan að hann kom frá Arsenal í ágúst en þessi 24 ára miðjumaður hefur skorað 4 mörk og gefið 4 stoðsendingar í fimm deildarleikjum sínum með Barca til þessa á tímabilinu.
Fabregas ekkert með Barcelona næstu þrjár vikur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn



Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti




De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn
