Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var vitanlega ánægður með 1-0 sigurinn á Marseille í Frakklandi í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Sigurmarkið skoraði varamaðurinn Aaron Ramsey í uppbótartíma.
„Þetta var afar mikilvægt mark í baráttunni um að komast í 16-liða úrslitin,“ sagði Wenger við fjölmiðla eftir leikinn í kvöld. „En ekki síður mikilvægt fyrir sjálfstraustið í liðinu.“
„Marseille spilaði mjög agaðan leik hér í kvöld en það mátti sjá á síðustu fimmtán mínútum leiksins að okkur tókst að skapa nokkur færi. Við sýndum bæði þolinmæði í kvöld og vorum agaðir í okkar leik.“
„Það voru margir að velta því fyrir sér hvernig varnarleikur liðsins yrði í kvöld og mér fannst okkur takast vel upp. Það er góður andi í liðinu og við erum að bæta okkar leik, jafnt og þétt.“
Wenger: Vorum þolinmóðir og agaðir
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

