Fótbolti

Stuðningsmenn Bayern stungnir í Napóli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Bayern.
Stuðningsmenn Bayern. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ítalska félagið Napoli tekur á móti Bayern München í Meistaradeildinni í kvöld og geta bæði liðin setið í toppsæti riðilsins eftir leikinn. Bayern hefur farið á kostum á tímabilinu og er með fullt hús eftir fyrstu tvær umferðir Meistaradeildarinnar.

Stuðningsmenn Bayern hafa að sjálfsögðu fylgt liðinu til Napolí og tveir þeirra lentu í óskemmtilegri lífsreynslu á miðbæjarröltinu í gærkvöldi.

Félagarnir mættu þá manni á mótórhljóli sem stakk þá báða en án þess þó að særa þá lífshættulega. Þetta gerðist í miðborg Napoli og Þjóðverjarnir enduðu báðir á sjúkrahúsi.

Bayern er með sex stig í riðlinum en Napoli er með fjögur stig. Manchester City mætir Villarreal í hinum leik riðilsins en City hefur aðeins eitt stig eftir fyrstu tvo Meistaradeildarleikina í sögu félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×