Aron: Erum að reyna að minnka sveiflurnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2011 20:23 Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Mynd/Valli Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigur sinna manna á Akureyringum í kvöld. Sigurinn var naumur en lokatölur voru 23-22, heimamönnum í vil. Haukar höfðu forystu í hálfleik, 14-13, en mikið gekk á í seinni hálfleik og lokamínúturnar æsispennandi. „Það var margt sem var skrýtið í seinni hálfleik sem varð til þess að við vorum með nokkuð háan púls á bekknum,“ sagði Aron og átti þar væntanlega við dómgæsluna sem hallaði nokkuð á heimamenn að þeirra mati. „Við vissum stundum ekki í hvaða átt við áttum að hlaupa.“ „Mér fannst við koma sterkir inn í þennan leik og spila góða vörn auk þess sem að sóknin var góð í fyrri hálfleik. Birkir Ívar varði vel allan leikinn en þegar að Sveinbjörn fór að verja meira í marki Akureyrar í seinni hálfleik þá kom upp smá óöryggi í okkar sóknarleik.“ „Við erum enn að glíma við það að menn taki ekki mistökin með sér í næstu sókn og nái að hreinsa hugann inn á milli. Svo fannst mér við ekki ná að láta boltann ganga nógu vel í hraðaupphlaupunum, sérstaklega þar sem við vorum með oft í yfirtölu þá.“ Haukarnir náðu þó nokkrum sinnum 3-4 marka forystu í leiknum en alltaf náðu Akureyringar að minnka aftur muninn. „Það má skrifa það á einbeitingarleysi, bæði í vörn og sókn. Við vorum að láta reka okkur út af og það vantaði smá drápseðli í sóknina. Við vorum til dæmis þremur færri á einum tímapunkti í seinni hálfleik en náðum að svara því frábærlega. Þá sýndi liðið karakter.“ „En svona er þetta. Við erum með leikmenn sem eru enn að spila okkur saman. Okkur var spáð 4-5 sæti og það er stanslaus fram undan hjá okkur í vetur. Við erum með óreynda leikmenn, bæði inn á línu og fyrir utan og ekkert óeðlilegt að það séu sveiflur í okkar leik. Við erum að vinna í því að minnka þær og efla sjálfstraust manna.“ Olís-deild karla Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigur sinna manna á Akureyringum í kvöld. Sigurinn var naumur en lokatölur voru 23-22, heimamönnum í vil. Haukar höfðu forystu í hálfleik, 14-13, en mikið gekk á í seinni hálfleik og lokamínúturnar æsispennandi. „Það var margt sem var skrýtið í seinni hálfleik sem varð til þess að við vorum með nokkuð háan púls á bekknum,“ sagði Aron og átti þar væntanlega við dómgæsluna sem hallaði nokkuð á heimamenn að þeirra mati. „Við vissum stundum ekki í hvaða átt við áttum að hlaupa.“ „Mér fannst við koma sterkir inn í þennan leik og spila góða vörn auk þess sem að sóknin var góð í fyrri hálfleik. Birkir Ívar varði vel allan leikinn en þegar að Sveinbjörn fór að verja meira í marki Akureyrar í seinni hálfleik þá kom upp smá óöryggi í okkar sóknarleik.“ „Við erum enn að glíma við það að menn taki ekki mistökin með sér í næstu sókn og nái að hreinsa hugann inn á milli. Svo fannst mér við ekki ná að láta boltann ganga nógu vel í hraðaupphlaupunum, sérstaklega þar sem við vorum með oft í yfirtölu þá.“ Haukarnir náðu þó nokkrum sinnum 3-4 marka forystu í leiknum en alltaf náðu Akureyringar að minnka aftur muninn. „Það má skrifa það á einbeitingarleysi, bæði í vörn og sókn. Við vorum að láta reka okkur út af og það vantaði smá drápseðli í sóknina. Við vorum til dæmis þremur færri á einum tímapunkti í seinni hálfleik en náðum að svara því frábærlega. Þá sýndi liðið karakter.“ „En svona er þetta. Við erum með leikmenn sem eru enn að spila okkur saman. Okkur var spáð 4-5 sæti og það er stanslaus fram undan hjá okkur í vetur. Við erum með óreynda leikmenn, bæði inn á línu og fyrir utan og ekkert óeðlilegt að það séu sveiflur í okkar leik. Við erum að vinna í því að minnka þær og efla sjálfstraust manna.“
Olís-deild karla Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Sjá meira