Handbolti

Frakkar og Danir berjast um það að fá að halda HM í handbolta 2017

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danir eiga frábært landslið.
Danir eiga frábært landslið. Mynd/AFP
Danir sækja í það að fá að halda stórmót í handbolta á næstunni enda með gríðarlega sterkt karlalandslið sem er líklegt til afreka á næstu Heims- og Evrópumótum. Danir hafa þegar fengið til sín Evrópumótið árið 2014 en nú vilja þeir líka fá að halda HM 2017.

Það er orðið ljóst að baráttan standur á milli Frakka og Dana um að fá að halda HM eftir sex ár. HM 2013 fer fram á Spáni og HM 2015 verður í Katar. Danir höfðu betur í baráttunni við sameiginlegt boð Króata og Ungverja um að fá að halda EM eftir rúm tvö ár.

„Við höfum ekki fengið að halda HM í karlaflokki síðan 1978 og það er því mikilvægt fyrir okkur að fá að halda aftur slíka keppni," sagði  Morten Stig Christensen, framkvæmdastjóri danska sambandsins.

„Ég held samt að Frakkar séu líklegri en við til að fá þessa keppni því þeir sóttu einnig um þegar Katarmenn fengu keppnina 2015. Við munum í það minnsta sækja líka um HM 2019 ef fáum við ekki að halda HM 2017. Við höfum mikinn metnað til að fá HM til Danmerkur," sagði Christensen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×