Fótbolti

Ari skoraði og Sundsvall fór upp þrátt fyrir tap

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason. Mynd/Heimasíða GIF Sundsvall
Ari Freyr Skúlason og félagar í Sundsvall-liðinu fögnuðu þrátt fyrir tapleik á móti Jönköpings Södra í lokaumferð sænsku b-deildarinnar í dag. Sundsvall er komið upp í sænsku úrvalsdeildina á ný eftir fjögurra ára fjarveru.

Ängelholms FF átti möguleika á því að komast upp fyrir Sundsvall en tapaði 0-1 á heimavelli á móti Hammarby þar sem sigurmark Hammarby kom í uppbótartíma og bjargaði liðinu frá falli.

Það kom því ekki að sök þótt að Sundsvall hafi tapað leiknum á móti Jönköpings Södra 1-2 en Jönköpings Södra bjargaði sér frá falli með þesum sigri. Åtvidaberg og Sundsvall fara upp í sænsku úrvalsdeildina.

Ari Freyr kom Sundsvall í 1-0 á 48. mínútu og þannig var staðan þar til að Christer Persson og Branimir Hrgota skoruðu mörk með sjö mínútna millibili.

Ari Freyr hefur verið með Sundsvall frá 2008 en hann var með 6 mörk og 5 stoðsendingar í 28 leikjum á þessu tímabili.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×