Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn þegar Hoffenheim vann 1-0 heimasigur á Borussia M'gladbach í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Bosníumaðurinn Vedad Ibisevic skoraði sigurmarkið á 56. mínútu leiksins en þetta var fyrsta mark Hoffenheim í 330 mínútur því liðið hafði ekki skorað í síðustu þremur leikjum sínum.
Gylfi Þór lék á miðjunni í leikkerfinu 4-3-3 en hann var í byrjunarliðinu fimmta leikinn í röð eftir að hafa snúið til baka eftir meiðsli í 6. umferð.
Hoffenheim hafði aðeins náð í eitt stig út úr síðustu þremur leikjum sínum en þessi sigur kom liðinu upp í 6. sæti deildarinnar.
Langþráð mark og sigur hjá Gylfa og félögum - byrjaði fimmta leikinn í röð
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti

