Guðjón Finnur Drengsson er kominn aftur á heimaslóðir en hann hefur gengið til liðs við Fram eftir stutta dvöl hjá Selfossi.
Félagaskiptin gengu í gegn í gær og ætti hann því að geta spilað með Fram gegn HK í leik liðanna í N1-deild karla í kvöld.
Guðjón Finnur er uppalinn Framara en hefur einnig leikið með þýska liðinu Kassell í C-deildinni þar í landi.
Fram hefur byrjað mjög vel í N1-deildinni í haust og unnið alla sína leiki til þessa á tímabilinu.
Guðjón Finnur kominn aftur í Fram
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti




Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti





Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir
Körfubolti