Keppir á PGA mótaröðinni þrátt fyrir tvær hjartaígræðslur Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 30. október 2011 23:08 Erik Compton er ekki þekktasti kylfingur heims en hann gæti átt eftir að stela athyglinni á PGA mótaröðinni á næsta keppnistímabili. AP Erik Compton er ekki þekktasti kylfingur heims en hann gæti átt eftir að stela athyglinni á PGA mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Hinn 31 árs gamli Compton hefur tvívegis fengið nýtt hjarta grætt í sig og þrátt fyrir þá erfiðleika hefur hann tryggt sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð heims. Compton endaði í hópi 25 efstu á peningalistan Nationwide mótaraðarinnar sem er nokkurs konar B-deild fyrir PGA mótaröðina. Og sá árangur tryggði honum keppnisrétt á meðal þeirra bestu. Compton endaði í 13. sæti á peningalistanum en hann fór langt með að tryggja sér eitt af 25 efstu sætunum með því að sigra á móti í Mexíkó í júní. Alls fékk hann um 27 milljónir kr. í verðlaunafé á Nationwide mótaröðinni. Compton hefur verið vinsæll boðsgestur á PGA mótum á undanförnum misserum og alls hefur hann leikið á 30 PGA mótum. Hann hefur aldrei fyrr verið með keppnisrétt á mótaröðinni. „Þetta er kraftaverk, það sem ég hef afrekað er ekkert annað en kraftaverk," sagði Compton sem á ættir að rekja til Noregs og er hann með tvöfalt ríkisfang. Bandarískt og norskt. Þegar hann var 12 ára gamall var nýtt hjarta grætt í hann og árið 2008 þurfti hann að fara í aðra slíka aðgerð. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Erik Compton er ekki þekktasti kylfingur heims en hann gæti átt eftir að stela athyglinni á PGA mótaröðinni á næsta keppnistímabili. Hinn 31 árs gamli Compton hefur tvívegis fengið nýtt hjarta grætt í sig og þrátt fyrir þá erfiðleika hefur hann tryggt sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð heims. Compton endaði í hópi 25 efstu á peningalistan Nationwide mótaraðarinnar sem er nokkurs konar B-deild fyrir PGA mótaröðina. Og sá árangur tryggði honum keppnisrétt á meðal þeirra bestu. Compton endaði í 13. sæti á peningalistanum en hann fór langt með að tryggja sér eitt af 25 efstu sætunum með því að sigra á móti í Mexíkó í júní. Alls fékk hann um 27 milljónir kr. í verðlaunafé á Nationwide mótaröðinni. Compton hefur verið vinsæll boðsgestur á PGA mótum á undanförnum misserum og alls hefur hann leikið á 30 PGA mótum. Hann hefur aldrei fyrr verið með keppnisrétt á mótaröðinni. „Þetta er kraftaverk, það sem ég hef afrekað er ekkert annað en kraftaverk," sagði Compton sem á ættir að rekja til Noregs og er hann með tvöfalt ríkisfang. Bandarískt og norskt. Þegar hann var 12 ára gamall var nýtt hjarta grætt í hann og árið 2008 þurfti hann að fara í aðra slíka aðgerð.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira