Lánamarkaðir svo gott sem lokaðir fyrir Ítalíu Magnús Halldórsson skrifar 7. nóvember 2011 13:03 Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, getur varla leyft sér að brosa þessa dagana. Álag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu náði nú skömmu fyrir hádegi hæsta gildi sem það hefur mælst í á þessu ári. Álagið er nú 6,64%. Þetta þýðir að fjármagnskostnaður landsins er það hár að nær ómögulegt er fyrir landi að endurfjármagna skuldir sínar en áhyggjur af fjárhagsvanda Ítalíu hafa farið vaxandi undanfarna daga. Vandi Ítalíu er mun stærra vandamál fyrir evrusvæðið heldur en vandi Grikklands. Gríska hagkerfið er aðeins 2% af evruhagkerfinu, eða litlu minna en nemur hagkerfinu í Katalóníu innan Spánar. Ítalía er hins vegar þriðja stærsta hagkerfið á evrusvæðinu, á eftir því franska og þýska. Það er þrennt sem veldur áhyggjur, af því er fram kemur á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Miklar ríkisskuldir, veikburða fjármálastofnanir og pólitísk óvissa. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þegar tekið stöðu Ítalíu til skoðunar og fól leiðtogafundur 20 stærstu iðnríkja heims, G20, sjóðnum að vera eins konar yfirboðvald landsins. Almennt er álitið að Silvio Berlusconi, forsætisráðherra, sé búinn að missa pólitísk tök á efnahagsmálum landsins en hann freistar þess nú að þétta raðirnar í ríkisstjórn sinni með það fyrir augum að koma í veg fyrir efnahagsvandi landsins magnist. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Álag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu náði nú skömmu fyrir hádegi hæsta gildi sem það hefur mælst í á þessu ári. Álagið er nú 6,64%. Þetta þýðir að fjármagnskostnaður landsins er það hár að nær ómögulegt er fyrir landi að endurfjármagna skuldir sínar en áhyggjur af fjárhagsvanda Ítalíu hafa farið vaxandi undanfarna daga. Vandi Ítalíu er mun stærra vandamál fyrir evrusvæðið heldur en vandi Grikklands. Gríska hagkerfið er aðeins 2% af evruhagkerfinu, eða litlu minna en nemur hagkerfinu í Katalóníu innan Spánar. Ítalía er hins vegar þriðja stærsta hagkerfið á evrusvæðinu, á eftir því franska og þýska. Það er þrennt sem veldur áhyggjur, af því er fram kemur á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Miklar ríkisskuldir, veikburða fjármálastofnanir og pólitísk óvissa. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þegar tekið stöðu Ítalíu til skoðunar og fól leiðtogafundur 20 stærstu iðnríkja heims, G20, sjóðnum að vera eins konar yfirboðvald landsins. Almennt er álitið að Silvio Berlusconi, forsætisráðherra, sé búinn að missa pólitísk tök á efnahagsmálum landsins en hann freistar þess nú að þétta raðirnar í ríkisstjórn sinni með það fyrir augum að koma í veg fyrir efnahagsvandi landsins magnist.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira