Fyrsta fluguveiðisumarið í Eldvatnsbotnum Karl Lúðvíksson skrifar 7. nóvember 2011 09:29 Mynd: Rafn hafnfjörð Í sumar var í fyrsta sinn var aðeins leyfð fluguveiði í Eldvatnsbotnum í Meðallandi. Það virðist ekki hafa haft áhrif á veiðitölur á svæðinu. Eldvatnsbotnar fara ekki varhluta af bannsettri Steinsugunni, því mikill meirihluti sjóbirtingsins er bitinn og særður. Sérstaklega á þetta við um stærri birtinginn sem virðist, líkt og í Tungufljóti, einfaldlega allur vera soginn. Líkt og áður segir var nú einöngu leyfð fluguveiði í fyrsta sinn, en eitthvað virðist þó sú staðreynd hafa vafist fyrir einhverjum. Í veiðibókinni er nefninlega að finna nokkra ormaveidda fiska, eitthvað sem vonandi sést ekki að ári. Veiðireglur eru jú til þess að fara eftir þeim! Hefðbundnar straumflugur virðast hafa gefist best, Black Ghost og Noblerar þó sérstaklega. Stærsti sjóbirtingurinn var skráður 6.6 kg, og veiddist hann 17. september. Heilarveiði af silungi úr botnunum var innan við hundrað fiskar þetta sumarið, og nokkuð í takt við undanfarin ár. Athygli vekur að aðeins þrír laxar eru skráðir til bókar þetta sumarið, en undanfarin ár hefur nokkur laxveiði verið á svæðinu. Virðist sem að villuráfandi hafbeitarlax úr ám á suðurlandi sé á undanhaldi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Mikið líf í Jónskvísl Veiði
Í sumar var í fyrsta sinn var aðeins leyfð fluguveiði í Eldvatnsbotnum í Meðallandi. Það virðist ekki hafa haft áhrif á veiðitölur á svæðinu. Eldvatnsbotnar fara ekki varhluta af bannsettri Steinsugunni, því mikill meirihluti sjóbirtingsins er bitinn og særður. Sérstaklega á þetta við um stærri birtinginn sem virðist, líkt og í Tungufljóti, einfaldlega allur vera soginn. Líkt og áður segir var nú einöngu leyfð fluguveiði í fyrsta sinn, en eitthvað virðist þó sú staðreynd hafa vafist fyrir einhverjum. Í veiðibókinni er nefninlega að finna nokkra ormaveidda fiska, eitthvað sem vonandi sést ekki að ári. Veiðireglur eru jú til þess að fara eftir þeim! Hefðbundnar straumflugur virðast hafa gefist best, Black Ghost og Noblerar þó sérstaklega. Stærsti sjóbirtingurinn var skráður 6.6 kg, og veiddist hann 17. september. Heilarveiði af silungi úr botnunum var innan við hundrað fiskar þetta sumarið, og nokkuð í takt við undanfarin ár. Athygli vekur að aðeins þrír laxar eru skráðir til bókar þetta sumarið, en undanfarin ár hefur nokkur laxveiði verið á svæðinu. Virðist sem að villuráfandi hafbeitarlax úr ám á suðurlandi sé á undanhaldi. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Mikið líf í Jónskvísl Veiði