Gylfi Þór Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekk þýska liðsins Hoffenheim er það gerði jafntefli, 1-1, gegn Kaiserslautern.
Vedad Ibisevic kom Hoffenheim yfir á 33. mínútu en Dorge Kouemaha jafnaði metin stundarfjórðungi fyrir leikslok.
Hoffenheim er í áttunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.

