Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur oft séð sína menn spila betur en í 2-0 sigri á rúmenska liðinu Otelul Galati í Meistaradeildinni í kvöld en sigurinn kom United-liðinu á topp riðilsins.
„Það var mikilvægt að vinna þennan leik. Móherjar okkur voru mjög grimmur og vörðust vel," sagði Alex Ferguson.
„Þetta er bara undir okkur komið. Ef við vinnum Benfica þá vinnum við riðilinn," sagði Ferguson sem notaði Wayne Rooney á miðjunni í kvöld.
„Það er bara sammtímalausn að nota hann á miðjunni og ég ætla ekki að fara að breyta Rooney í miðjumann. Við þurftum aðeins að endurskipuleggja miðjuspilið af því að okkur vantar svo marga leikmenn af miðjusvæðinu," sagði Ferguson.
Ferguson: Er ekki að fara að breyta Rooney í miðjumann
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn

Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn

Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn