Handbolti

AG tapaði fyrir Ademar Leon í Meistaradeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór skoraði fjögur mörk fyrir AG í dag.
Arnór skoraði fjögur mörk fyrir AG í dag. Mynd/Heimasíða AG
AG missti í dag topsætið í D-riðli Meistaradeildar Evrópu er liðið tapaði fyrir Ademar Leon á Spáni í dag, 28-26.

Arnór Atlason skoraði fjögur mörk fyrir AG í leiknum og Guðjón Valur Sigurðsson eitt. Snorri Stein Guðjónsson skoraði ekki og Ólafur Stefánsson lék ekki vegna meiðsla.

Spánverjarnir skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins og voru með undirtökin allan leikinn. Staðan í hálfleik var 14-12, heimamönnum í vil, og þeir náðu svo mest sjö marka forystu í seinni hálfleik.

AG náði þó að bíta frá sér á lokakaflanum og minnka muninn í eitt mark þegar rúmar fimm mínútur voru eftir. En nær komust Danirnir ekki og Ademar Leon fagnaði tvegja marka sigri.

Ademar Leon er því á toppi riðilsins með sjö stig en AG og Montpellier koma næst með sex stig hvort. AG á þó enn leik til góða og getur því endurheimt toppsætið.

Kiel er í fimmta sætinu með aðeins þrjú stig en liðið á þó tvo leiki til góða á flest önnur lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×