Bandaríkin enn í forystu og Tiger fékk loksins stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2011 12:49 Tiger Woods í Ástralíu í nótt. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods náði loksins stigi fyrir bandaríska liðið í Forsetabikarnum í golfi en að loknum þriðja keppnisdeginum hefur Bandaríkin fjögurra stiga forystum, 13-9. Woods spilaði með Dustin Johnson í morgun og saman unnu þeir sigur á Adam Scott og KJ Choi þegar liðin mættust í fjórmenningi fyrri hluta dagsins. Þeir Woods og Johnson töpuðu hins vegar í fjórleiknum eftir hádegi fyrir þeim KT Kim og YE Yang. Woods gekk þá skelfilega að pútta. Hann kom sér í fuglafæri á hverri einustu holu en missti alls níu pútt af fimm metra færi eða minna yfir hringinn. Það kom þó ekki að sök fyrir bandaríska liðið sem þarf aðeins fjögur og hálft stig á lokadeginum til að tryggja sér titilinn. Þá verður keppt í einstaklingskeppni og eru viðureignirnar samtals tólf. Woods mætir þá Aaron Baddeley. Ekki vantaði dramatíkina í nótt en Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan setti niður magnað pútt á sautjándu af sex metra færi. Jason Day var þá nýbúinn að setja niður litlu styttra pútt við mikinn fögnuð heimamanna. Mahan sá hins vegar við honum og tryggði sínum mönnum sigur. Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods náði loksins stigi fyrir bandaríska liðið í Forsetabikarnum í golfi en að loknum þriðja keppnisdeginum hefur Bandaríkin fjögurra stiga forystum, 13-9. Woods spilaði með Dustin Johnson í morgun og saman unnu þeir sigur á Adam Scott og KJ Choi þegar liðin mættust í fjórmenningi fyrri hluta dagsins. Þeir Woods og Johnson töpuðu hins vegar í fjórleiknum eftir hádegi fyrir þeim KT Kim og YE Yang. Woods gekk þá skelfilega að pútta. Hann kom sér í fuglafæri á hverri einustu holu en missti alls níu pútt af fimm metra færi eða minna yfir hringinn. Það kom þó ekki að sök fyrir bandaríska liðið sem þarf aðeins fjögur og hálft stig á lokadeginum til að tryggja sér titilinn. Þá verður keppt í einstaklingskeppni og eru viðureignirnar samtals tólf. Woods mætir þá Aaron Baddeley. Ekki vantaði dramatíkina í nótt en Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan setti niður magnað pútt á sautjándu af sex metra færi. Jason Day var þá nýbúinn að setja niður litlu styttra pútt við mikinn fögnuð heimamanna. Mahan sá hins vegar við honum og tryggði sínum mönnum sigur.
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira