Golf

Tiger tapaði en Bandaríkin í forystu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tiger horfir á eftir boltanum á fimmtándu í nótt.
Tiger horfir á eftir boltanum á fimmtándu í nótt. Nordic Photos / Getty Images
Tiger Woods er enn án sigurs í Forsetabikarnum í golfi en lið Bandaríkjanna hefur engu að síður forystu gegn heimsúrvalinu eftir fyrstu tvo keppnisdagana.

Woods var í liði með Dustin Johnson í liði en þeir töpuðu fyrir þeim Aaron Baddeley og Jason Day á átjándu holu.

Bandaríkjamennirnir hafa þó sjö vinninga gegn fimm fyrir þriðja keppnisdaginn þar sem tíu stig verða í húfi.

Þetta er í fyrsta sinn í sögu keppninnar sem Woods tapar fyrstu tveimur viðureignum sínum en aðstæður í Melbourne í Ástralíu voru þó mjög erfiðar í gær. Afar hvasst og erfitt viðureignar fyrir kylfingana.

Þar að auki voru flatirnar afar harðar. Greg Norman, fyrirliði heimsúrvalsins, sýndi fram á það með að hella úr vatnsflöskuna á flötina á 18. holu. Grasið var einfaldlega of þétt til að drekka í sig vökvann sem rann einfaldlega af flötinni.

„Þetta myndi líklega ekki gerast á neinum öðrum stað í heiminum,“ sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×