Umfjöllun og viðtöl: Akureyri-Afturelding 34-26 Hjalti Þór Hreinsson skrifar 17. nóvember 2011 15:51 Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar. Akureyri komst aftur á sigurbraut í kvöld þegar Norðanmenn unnu afar auðveldan sigur, 34-26, á slöku liði Aftureldingar. Mosfellingar byrjuðu leikinn illa og lentu strax 4-0 undir. Skot þeirra voru áberandi léleg, bæði yfir og beint á Sveinbjörn. Oddur fór á kostum í liði Akureyrar og skoraði átta mörk úr níu skotum í fyrri hálfleik. Mosfellingar minnkuðu muninn og jöfnuðu svo leikinn. Akureyringar slökuðu á klónni og virtist mér vera sem kæruleuysi væri einfaldlega um að kenna. Gestirnir svöruðu með því að komast yfir. En í stöðunni 8-9 vöknuðu Akureyringar aftur. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð og leiddu út hálfleikinn. Staðan 17-13 í hálfleik og Mosfellingar vel inni í leiknum. Samt sem áður datt Hafþór ekki í gang í markinu og munar um minna fyrir Mosfellinga. Akureyringar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og voru komnir í 25-15 áður en langt um leið. Allt leit út fyrir að liðið ætlaði að rústa Mosfellingum en þá slökuðu heimamenn á klónni. Samt sem áður gerðist árás Mosfellinga of seint, og hún var of lengi í gang. Liðið minnkaði muninn í fimm mörk en komst ekki nær. Akureyringar kláruðu leikinn og unnu öruggan átta marka sigur. Sveinbjörn varði vel í marki Akureyrar en vörnin hefði getað staðið betur. Sóknarleikurinn var lengst af ágætur þrátt fyrir kæruleysi á tíðum þegar liðið tók ótímabær skot og henti boltanum útaf. Gestirnir áttu ágætan leik, markvarslan var lengi í gang og varnarleikurinn brothættur. Baráttan einkennir liðið og það var nóg af henni, en getan var einfaldlega meiri Norðanmegin.Guðlaugur: Við viljum meira "Þetta var batáttusigur á góðu liði," segir Húsavíkurtröllið Guðlaugur Arnarsson. "Við vorum kærulausir undir lokin, vorum að skjóta og snemma og sóknirnar voru ekki nógu góðar. Við misstum þetta aðeins niður, ég vildi klára þetta með stæl." "En sigurinn var góður en nú er það bara einn leikur í einu. Við þurftum þennan sigur til að koma okkur í gang." "Það eru að sjálfsögðu vonbrigði að vera neðarlega í töflunni, næsta verkefni er að vinna liðin fyrir ofan okkur. Við vorum lengi að tjasla saman okkar sterkasta liði og margir ungir leikmenn spreyttu sig. En við viljum meira," sagði Guðlaugur, jafnan kallaður Öxlin.Oddur: Sigur er sigur "Ég er ekki alveg sáttur," segir Oddur. "En sigur er sigur. Við vorum góðir í korter eða tuttugu mínútur í seinni hálfleik en það situr í mér að hafa slakað svona mikið á." "Það var ekkert að gerast og við fórum niður á lágt plan. Sama plan og gegn FH." "Eftir það tap ákváðum við að mæta brjálaðir til leiks og þetta var skemmtilegur leikur. Smá slagsmál og svona sem menn hlæja að eftir leikinn. Þannig á þetta að vera." "Nú er bara að hala inn fleiri stig, næst er það FH og við ætlum okkur sigur þar," segir Oddur.Þrándur: Rjúpan að fara með okkur Þrándur Gíslason, leikmaður Aftureldingar, segir að menn verði að fara að hvíla sig um helgar í staðinn fyrir að fara á rjúpu helgi eftir helgi. Þrátt fyrir gamansaman tón var Þrándur ekki sáttur með leikinn. "Við vorum lengi að taka við okkur. Við byrjuðum illa en vöknum svo en við vorum of staðir, hreyfðum okkur ekki nóg án bolta. Það má ekki gegn liði eins og Akureyri." "Þeir gerðu þetta vel en við erum ekki alveg sáttir. Við unnum Fram og áttum góðan fyrri hálfleik gegn Gróttu, ég hafði trú á að við myndum rífa okkur upp." "Það gekk ekki alveg eftir. Það var þó gaman að sjá gamla selinn Hrannar koma aftur inn en við verðum að fara aðeins betur yfir okkar leik." "Það vantar ekki ýkja mikið upp á. Menn eru þreyttir, sérstaklega eftir að rjúpnaveiðitímabilið byrjaði," sagði Þrándur. Olís-deild karla Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Sjá meira
Akureyri komst aftur á sigurbraut í kvöld þegar Norðanmenn unnu afar auðveldan sigur, 34-26, á slöku liði Aftureldingar. Mosfellingar byrjuðu leikinn illa og lentu strax 4-0 undir. Skot þeirra voru áberandi léleg, bæði yfir og beint á Sveinbjörn. Oddur fór á kostum í liði Akureyrar og skoraði átta mörk úr níu skotum í fyrri hálfleik. Mosfellingar minnkuðu muninn og jöfnuðu svo leikinn. Akureyringar slökuðu á klónni og virtist mér vera sem kæruleuysi væri einfaldlega um að kenna. Gestirnir svöruðu með því að komast yfir. En í stöðunni 8-9 vöknuðu Akureyringar aftur. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð og leiddu út hálfleikinn. Staðan 17-13 í hálfleik og Mosfellingar vel inni í leiknum. Samt sem áður datt Hafþór ekki í gang í markinu og munar um minna fyrir Mosfellinga. Akureyringar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og voru komnir í 25-15 áður en langt um leið. Allt leit út fyrir að liðið ætlaði að rústa Mosfellingum en þá slökuðu heimamenn á klónni. Samt sem áður gerðist árás Mosfellinga of seint, og hún var of lengi í gang. Liðið minnkaði muninn í fimm mörk en komst ekki nær. Akureyringar kláruðu leikinn og unnu öruggan átta marka sigur. Sveinbjörn varði vel í marki Akureyrar en vörnin hefði getað staðið betur. Sóknarleikurinn var lengst af ágætur þrátt fyrir kæruleysi á tíðum þegar liðið tók ótímabær skot og henti boltanum útaf. Gestirnir áttu ágætan leik, markvarslan var lengi í gang og varnarleikurinn brothættur. Baráttan einkennir liðið og það var nóg af henni, en getan var einfaldlega meiri Norðanmegin.Guðlaugur: Við viljum meira "Þetta var batáttusigur á góðu liði," segir Húsavíkurtröllið Guðlaugur Arnarsson. "Við vorum kærulausir undir lokin, vorum að skjóta og snemma og sóknirnar voru ekki nógu góðar. Við misstum þetta aðeins niður, ég vildi klára þetta með stæl." "En sigurinn var góður en nú er það bara einn leikur í einu. Við þurftum þennan sigur til að koma okkur í gang." "Það eru að sjálfsögðu vonbrigði að vera neðarlega í töflunni, næsta verkefni er að vinna liðin fyrir ofan okkur. Við vorum lengi að tjasla saman okkar sterkasta liði og margir ungir leikmenn spreyttu sig. En við viljum meira," sagði Guðlaugur, jafnan kallaður Öxlin.Oddur: Sigur er sigur "Ég er ekki alveg sáttur," segir Oddur. "En sigur er sigur. Við vorum góðir í korter eða tuttugu mínútur í seinni hálfleik en það situr í mér að hafa slakað svona mikið á." "Það var ekkert að gerast og við fórum niður á lágt plan. Sama plan og gegn FH." "Eftir það tap ákváðum við að mæta brjálaðir til leiks og þetta var skemmtilegur leikur. Smá slagsmál og svona sem menn hlæja að eftir leikinn. Þannig á þetta að vera." "Nú er bara að hala inn fleiri stig, næst er það FH og við ætlum okkur sigur þar," segir Oddur.Þrándur: Rjúpan að fara með okkur Þrándur Gíslason, leikmaður Aftureldingar, segir að menn verði að fara að hvíla sig um helgar í staðinn fyrir að fara á rjúpu helgi eftir helgi. Þrátt fyrir gamansaman tón var Þrándur ekki sáttur með leikinn. "Við vorum lengi að taka við okkur. Við byrjuðum illa en vöknum svo en við vorum of staðir, hreyfðum okkur ekki nóg án bolta. Það má ekki gegn liði eins og Akureyri." "Þeir gerðu þetta vel en við erum ekki alveg sáttir. Við unnum Fram og áttum góðan fyrri hálfleik gegn Gróttu, ég hafði trú á að við myndum rífa okkur upp." "Það gekk ekki alveg eftir. Það var þó gaman að sjá gamla selinn Hrannar koma aftur inn en við verðum að fara aðeins betur yfir okkar leik." "Það vantar ekki ýkja mikið upp á. Menn eru þreyttir, sérstaklega eftir að rjúpnaveiðitímabilið byrjaði," sagði Þrándur.
Olís-deild karla Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Sjá meira