Veiðin í Reykjadalsá 2011 10. nóvember 2011 09:07 Mynd af www.angling.is Veiðin í Reykjadalsá í Borgarfirði þetta árið einnkenndist af miklum vatnsskorti þar sem lítið sem ekkert rigndi í Borgarfirðinum allan veiðitímann. Laxinn var mættur í ána um mánaðamótin júní/júlí og var þó nokkuð af fiski í ánni þótt vatnsskorturinn hefði þau áhrif að fiskurinn tók frekar illa og faldi sig víða undir bökkum og slýi. Undantekningin frá þessu ástandi voru miklar rigningar í lokunarhollinu með tilheyrandi vatnavöxtum. Þótt lítið sem ekkert væri hægt að veiða frá Rauðsgili, sem er veiðstaður nr. 22, og niður úr sökum aurburðar þá náðust á land 23 laxar. Fullt var af fiski á þeim stöðum þar sem hægt var að kasta. Heildarveiðin þetta árið var samt frekar slök eða 160 laxar samanborið við tvö fyrri ár þar sem veiddust 230 laxar árið 2010 og 250 laxar árið 2009. Fréttin er af vef SVFK Stangveiði Mest lesið 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði
Veiðin í Reykjadalsá í Borgarfirði þetta árið einnkenndist af miklum vatnsskorti þar sem lítið sem ekkert rigndi í Borgarfirðinum allan veiðitímann. Laxinn var mættur í ána um mánaðamótin júní/júlí og var þó nokkuð af fiski í ánni þótt vatnsskorturinn hefði þau áhrif að fiskurinn tók frekar illa og faldi sig víða undir bökkum og slýi. Undantekningin frá þessu ástandi voru miklar rigningar í lokunarhollinu með tilheyrandi vatnavöxtum. Þótt lítið sem ekkert væri hægt að veiða frá Rauðsgili, sem er veiðstaður nr. 22, og niður úr sökum aurburðar þá náðust á land 23 laxar. Fullt var af fiski á þeim stöðum þar sem hægt var að kasta. Heildarveiðin þetta árið var samt frekar slök eða 160 laxar samanborið við tvö fyrri ár þar sem veiddust 230 laxar árið 2010 og 250 laxar árið 2009. Fréttin er af vef SVFK
Stangveiði Mest lesið 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði