Norsku úrvalsdeildinni lauk í dag þegar lokaumferðin fór fram. Átta leikir fóru fram í Noregi í dag, en Molde hafði tryggt sér meistaratitilinn fyrir nokkru.
Rosenborg sigraði Viking á heimavelli 3-2, en Indriði Sigurðsson lék allan leikinn í liði Viking. Birkir Bjarnason kom inná sem varamaður fyrir félagið.
Tromsø rótburstaði Start 6-1 á útivelli, en Mustafa Abdellaoue gerði þrennu fyrir Tromsø sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar, en Start féll niður í aðra deild eftir að hafa lent í næstneðsta sæti.
Sogndal gerði sér lítið fyrir og sigraði Noregsmeistarana í Molde 2-1 á heimavelli en Tore André Flo gerði bæði mörk Sogndal.
Vålerenga sigraði Stabæk 2 – 0 á heimavelli, en þeir Pálmi Rafn Pálmason og Bjarni Ólafur Eiríksson léku allan leikinn fyrir Stabæk. Veigar Páll Gunnarsson kom inná sem varamaður í liði Vålerenga. Vålerenga hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar en Stabæk í því tíunda.
Úrslit dagsins í Noregi:
Rosenborg – Viking 3 - 2
Start - Tromsø 1 - 6
Sarpsborg 08 - Odd Grenland 3 - 2
Sogndal - Molde 2 - 1
Haugesund – Strømsgodset 5 - 1
Lillestrøm - Fredrikstad 0 - 0
Vålerenga – Stabæk 2 - 0
Aalesund – Brann 3 - 1
