Rúrik Gíslason og félagar í danska liðinu OB máttu sætta sig við tap á heimavelli gegn Midtjylland í dag. Lokatölur 2-3 en staðan var 0-1 í hálfleik.
Rúrik var í byrjunarliði OB í dag og lék allan leikinn. Honum tókst ekki að skora.
OB er í áttunda sæti af tólf liðum í dönsku úrvalsdeildinni.
