Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar - 25-27 Stefán Árni Pálsson í Safamýri skrifar 24. nóvember 2011 14:27 Haukar unnu frábæran sigur á Fram 27-25 í Safamýrinni í kvöld, en leikurinn var virkilega spennandi allan tíman. Haukar eru því komnir í efsta sæti deildarinnar með 14 stig og eiga samt sem áður einn leik til góða. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og gerðu fyrstu fimm mörk leiksins. Framarar skoruðu ekki mark fyrstu sjö mínútur leiksins og útlitið virkilega dökkt í byrjun. Þegar leið á leikinn komust Framarar meira í takt við leikinn og söxuðu vel á forskot Hauka. Staðan var síðan 13-13 í hálfleik og virkilega spennandi síðari hálfleikur framundan. Í síðari hálfleik var jafn á öllum tölum og mikil spenna allan hálfleikinn. Liðin skiptust á að hafa 1-2 marka forystu en það voru Haukar sem voru sterkari á lokasprettinum og unnu frábæran tveggja marka sigur. Gylfi Gylfason var frábær fyrir Hauka og gerði átta mörk en Róbert Aron Hostert gerði sjö fyrir Fram.Aron: Förum langt á þessari liðsheild„Þetta lítur virkilega vel út fyrir okkur,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var hörkuleikur hjá okkur í kvöld, en Framarar eru með frábært lið og góðan heimavöll. Við höfum staðist þau próf sem hafa verið lögð fyrir okkur í vetur og erum að spila virkilega vel“. „Við byrjuðum leikinn frábærlega og sýndum flottan sóknarleik alveg frá fyrstu mínútu. Framarar ná síðan að vinna sig til baka inn í leikinn og úr verður mjög svo spennandi síðari hálfleikur“. „Birkir Ívar kemur síðan með fína innkomu í markið í síðari hálfleik og það gerði í raun útslagið. Við erum með frábæra liðsheild og eigum eftir að fara langt á henni. Það hefur verið gott að vinna með þessum strákum og það er mikill metnaður í þessum klúbb, þá getur maður náð fínum árangri“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Aron hér að ofan.Einar: Þeir voru klókari í lokin„Það er ömurlegt að tapa svona leik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir tapið í kvöld. „Þetta gat svosem dottið báðu megin í kvöld en við vorum ekki nægilega skynsamir í lokin. Haukarnir voru klókari en við í restina og náðu inn markinu sem gerði útslagið“. „Við erum að spila á margan hátt vel í kvöld, en auðvita eru einnig þættir sem við þurfum að skoða. Við byrjum leikinn vægast sagt illa. Jóhann (Gunnar Einarsson) meiðist eftir nokkrar sekúndur og við verðum fyrir einhverskonar áfalli“. „Liðið sýndi flottan karakter og kom sér aftur inn í leikinn, en það var ekki nóg í kvöld“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.Heimir Óli: Ég skuldaði strákunum að skjóta eins og maður„Mér fannst við alltaf verið með leikinn alveg frá fyrstu mínútu,“ sagði Heimir Óli Heimisson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við komum örlítið kærulausir til leiks í síðari hálfleiknum, en síðan small vörnin hjá okkur. Við erum með frábært lið, kannski ekki bestu einstaklingana en ég vill meina að við séum með besta liðið á Íslandi“. „Liðsheildin er frábær hjá okkur í Haukum og mórallinn er einnig flottur. Við þjöppuðum okkur vel saman í sumar og æfðum eins og vitleysingar, en það er að skila sér núna“. Heimir Óli átti frábæran leik í sókn Hauka en hann gerði sex mörk úr sex skotum. „Ég skuldaði strákunum að skjóta eins og maður eftir skelfilegan leik að minni hálfu fyrir viku“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Heimi með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Sjá meira
Haukar unnu frábæran sigur á Fram 27-25 í Safamýrinni í kvöld, en leikurinn var virkilega spennandi allan tíman. Haukar eru því komnir í efsta sæti deildarinnar með 14 stig og eiga samt sem áður einn leik til góða. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og gerðu fyrstu fimm mörk leiksins. Framarar skoruðu ekki mark fyrstu sjö mínútur leiksins og útlitið virkilega dökkt í byrjun. Þegar leið á leikinn komust Framarar meira í takt við leikinn og söxuðu vel á forskot Hauka. Staðan var síðan 13-13 í hálfleik og virkilega spennandi síðari hálfleikur framundan. Í síðari hálfleik var jafn á öllum tölum og mikil spenna allan hálfleikinn. Liðin skiptust á að hafa 1-2 marka forystu en það voru Haukar sem voru sterkari á lokasprettinum og unnu frábæran tveggja marka sigur. Gylfi Gylfason var frábær fyrir Hauka og gerði átta mörk en Róbert Aron Hostert gerði sjö fyrir Fram.Aron: Förum langt á þessari liðsheild„Þetta lítur virkilega vel út fyrir okkur,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var hörkuleikur hjá okkur í kvöld, en Framarar eru með frábært lið og góðan heimavöll. Við höfum staðist þau próf sem hafa verið lögð fyrir okkur í vetur og erum að spila virkilega vel“. „Við byrjuðum leikinn frábærlega og sýndum flottan sóknarleik alveg frá fyrstu mínútu. Framarar ná síðan að vinna sig til baka inn í leikinn og úr verður mjög svo spennandi síðari hálfleikur“. „Birkir Ívar kemur síðan með fína innkomu í markið í síðari hálfleik og það gerði í raun útslagið. Við erum með frábæra liðsheild og eigum eftir að fara langt á henni. Það hefur verið gott að vinna með þessum strákum og það er mikill metnaður í þessum klúbb, þá getur maður náð fínum árangri“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Aron hér að ofan.Einar: Þeir voru klókari í lokin„Það er ömurlegt að tapa svona leik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir tapið í kvöld. „Þetta gat svosem dottið báðu megin í kvöld en við vorum ekki nægilega skynsamir í lokin. Haukarnir voru klókari en við í restina og náðu inn markinu sem gerði útslagið“. „Við erum að spila á margan hátt vel í kvöld, en auðvita eru einnig þættir sem við þurfum að skoða. Við byrjum leikinn vægast sagt illa. Jóhann (Gunnar Einarsson) meiðist eftir nokkrar sekúndur og við verðum fyrir einhverskonar áfalli“. „Liðið sýndi flottan karakter og kom sér aftur inn í leikinn, en það var ekki nóg í kvöld“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.Heimir Óli: Ég skuldaði strákunum að skjóta eins og maður„Mér fannst við alltaf verið með leikinn alveg frá fyrstu mínútu,“ sagði Heimir Óli Heimisson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Við komum örlítið kærulausir til leiks í síðari hálfleiknum, en síðan small vörnin hjá okkur. Við erum með frábært lið, kannski ekki bestu einstaklingana en ég vill meina að við séum með besta liðið á Íslandi“. „Liðsheildin er frábær hjá okkur í Haukum og mórallinn er einnig flottur. Við þjöppuðum okkur vel saman í sumar og æfðum eins og vitleysingar, en það er að skila sér núna“. Heimir Óli átti frábæran leik í sókn Hauka en hann gerði sex mörk úr sex skotum. „Ég skuldaði strákunum að skjóta eins og maður eftir skelfilegan leik að minni hálfu fyrir viku“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Heimi með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Sjá meira