Handbolti

Eitt leikkerfi Barcelona ber nafnið Ísland

Stefán Árni Pálsson skrifar
Barcelona ,spænska stórveldið í handknattleik, fékk á dögunum heimsókn frá sjónvarpsstöðinni ESPN, en félagið tók þátt í gerð þáttarins Project Teamwork sem er samstarf milli stöðvarinnar og Samsung.

Í þættinum er farið vel í gegnum ákveðin leikkerfi liðsins og þau sett upp með nýrri spjaldtölvu frá Samsung.

Athygli vekur að eitt kerfi ber nafnið Iceland en liðið hefur greinilega fengið það að láni frá Guðmundi Guðmundssyni, landsliðsþjálfara okkar Íslendinga.

Sjá má myndskeið af þættinum hér að ofan en farið er í gegnum leikkerfið „Iceland" eftir rúmlega tvær mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×