Bayern, Benfica og Inter komin áfram í 16 liða úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2011 19:00 Mynd/AP Bayern München, Benfica og Inter Milan tryggðu sér í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Ajax er komið með níu tær í útsláttarkeppnina. Ensku liðunum Manchester United og Manchester City tókst ekki að tryggja sér áfram upp úr sínum riðlunum. Bayern München tryggði sér sæti í 16 liða úrslitunum og sigur í A-riðlinum með 3-1 sigri á Villarreal. Arjen Robben og Mario Gomez komu þýska liðinu í 2-0 á fyrstu 24 mínútunum og Franck Ribery innsiglaði síðan sigurinn eftir að spænska liðið hafði minnkað muninn. Napoli er komið í góða stöðu eftir 2-1 sigur á Manchester City en liðið er nú með stigi meira en enska liðið og nægir sigur á botnliði Villarreal í lokaumferðinni til þess að komast áfram. Benifca náði 2-2 jafntefli á móti Manchester United á Old Trafford og tryggði sér með því sæti í sextán liða úrslitunum. Benfica er með jafnmörg stig og United og einu stigi meira en Basel. Benfica getur ekki endaði neðan er í 2. sæti þar sem að liðið er með betri innbyrðisstöðu á móti báðum liðum. Basel og Manchester United mætast í Sviss í hreinum úrslitaleik um hitt sætið en United nægir þar jafntefli. Inter Milan var komið áfram fyrir 1-1 jafntefli sitt á móti Trabzonspor í Tyrklandi þar sem að Lille vann 2-0 sigur á CSKA í Moskvu. Real Madrid var komið áfram en hélt áfram frábæru gengi sínu í Meistaradeildinni með því að vinna 6-2 stórsigur á Dinamo Zagreb. Real-iðið setti nýtt met í Meistaradeildinni með því að skora fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins. Ajax náði markalausu jafntefli á móti Lyon í Frakklandi og er komið með níu tær í sextán liða úrslitin. Ajax er með þremur stigum meira en Lyon en liðin eru jöfn innbyrðis eftir tvö markalaus jafntefli. Lykilstaða Ajax er fólgin í því að hollenska liðið hefur sjö marka forskot á Lyon í markatölu úr öllum leikjum liðanna í riðlinum. Það þarf því mikið að gerast í lokaumferðinni til þess að Frakkarnir taki sætið af Kolbeini Sigþórssyni og félögum.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillNapoli - Manchester City 2-1 1-0 Edison Cavani (17.), 1-1 Mario Balotelli (33.), 2-1 Edinson Cavani (49.)Bayern München - Villarreal 3-1 1-0 Arjen Robben (3.), 2-0 Mario Gomez (24.), 2-1 Jonathan De Guzman (50.), 3-1 Franck Ribery (69.)B-riðillCSKA Moskva - Lille 0-2 0-1 Sjálfsmark (49.), 0-2 Moussa Sow (64.)Trabzonspor - Inter 1-1 0-1 Ricardo Alvarez (18.), 1-1 Halil Altintop (23.)C-riðillManchester United - Benfica 2-2 0-1 Sjálfsmark (3.), 1-1 Dimitar Berbatov (30.), 2-1 Darren Fletcher (59.), 2-2 Pablo Aimar (60.)Otelul Galati - Basel 2-3 0-1 Fabian Frei (10.), 0-2 Alexander Frei (14.), 0-3 Marco Streller (37.), 1-3 Gabriel Nicu Giurgiu (75.), 2-3 Liviu Antal (81.)D-riðillLyon - Ajax 0-0Real Madrid - Dinamo Zagreb 6-2 1-0 Karim Benzema (2.), 2-0 José Callejón (6.), 3-0 Gonzalo Higuaín (9.), 4-0 Mesut Özil (20.), 5-0 José Callejón (49.), 6-0 Karim Benzema (66.), 6-1 Beqiraj (81.), 6-2 Ivan Tomecak (90.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Sjá meira
Bayern München, Benfica og Inter Milan tryggðu sér í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Ajax er komið með níu tær í útsláttarkeppnina. Ensku liðunum Manchester United og Manchester City tókst ekki að tryggja sér áfram upp úr sínum riðlunum. Bayern München tryggði sér sæti í 16 liða úrslitunum og sigur í A-riðlinum með 3-1 sigri á Villarreal. Arjen Robben og Mario Gomez komu þýska liðinu í 2-0 á fyrstu 24 mínútunum og Franck Ribery innsiglaði síðan sigurinn eftir að spænska liðið hafði minnkað muninn. Napoli er komið í góða stöðu eftir 2-1 sigur á Manchester City en liðið er nú með stigi meira en enska liðið og nægir sigur á botnliði Villarreal í lokaumferðinni til þess að komast áfram. Benifca náði 2-2 jafntefli á móti Manchester United á Old Trafford og tryggði sér með því sæti í sextán liða úrslitunum. Benfica er með jafnmörg stig og United og einu stigi meira en Basel. Benfica getur ekki endaði neðan er í 2. sæti þar sem að liðið er með betri innbyrðisstöðu á móti báðum liðum. Basel og Manchester United mætast í Sviss í hreinum úrslitaleik um hitt sætið en United nægir þar jafntefli. Inter Milan var komið áfram fyrir 1-1 jafntefli sitt á móti Trabzonspor í Tyrklandi þar sem að Lille vann 2-0 sigur á CSKA í Moskvu. Real Madrid var komið áfram en hélt áfram frábæru gengi sínu í Meistaradeildinni með því að vinna 6-2 stórsigur á Dinamo Zagreb. Real-iðið setti nýtt met í Meistaradeildinni með því að skora fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins. Ajax náði markalausu jafntefli á móti Lyon í Frakklandi og er komið með níu tær í sextán liða úrslitin. Ajax er með þremur stigum meira en Lyon en liðin eru jöfn innbyrðis eftir tvö markalaus jafntefli. Lykilstaða Ajax er fólgin í því að hollenska liðið hefur sjö marka forskot á Lyon í markatölu úr öllum leikjum liðanna í riðlinum. Það þarf því mikið að gerast í lokaumferðinni til þess að Frakkarnir taki sætið af Kolbeini Sigþórssyni og félögum.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillNapoli - Manchester City 2-1 1-0 Edison Cavani (17.), 1-1 Mario Balotelli (33.), 2-1 Edinson Cavani (49.)Bayern München - Villarreal 3-1 1-0 Arjen Robben (3.), 2-0 Mario Gomez (24.), 2-1 Jonathan De Guzman (50.), 3-1 Franck Ribery (69.)B-riðillCSKA Moskva - Lille 0-2 0-1 Sjálfsmark (49.), 0-2 Moussa Sow (64.)Trabzonspor - Inter 1-1 0-1 Ricardo Alvarez (18.), 1-1 Halil Altintop (23.)C-riðillManchester United - Benfica 2-2 0-1 Sjálfsmark (3.), 1-1 Dimitar Berbatov (30.), 2-1 Darren Fletcher (59.), 2-2 Pablo Aimar (60.)Otelul Galati - Basel 2-3 0-1 Fabian Frei (10.), 0-2 Alexander Frei (14.), 0-3 Marco Streller (37.), 1-3 Gabriel Nicu Giurgiu (75.), 2-3 Liviu Antal (81.)D-riðillLyon - Ajax 0-0Real Madrid - Dinamo Zagreb 6-2 1-0 Karim Benzema (2.), 2-0 José Callejón (6.), 3-0 Gonzalo Higuaín (9.), 4-0 Mesut Özil (20.), 5-0 José Callejón (49.), 6-0 Karim Benzema (66.), 6-1 Beqiraj (81.), 6-2 Ivan Tomecak (90.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Sjá meira