Golf

Úlfar Jónsson ráðinn landsliðsþjálfari í golfi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úlfar varð á sínum tíma sex sinnum Íslandsmeistari í golfi.
Úlfar varð á sínum tíma sex sinnum Íslandsmeistari í golfi. Mynd / Kylfingur.is
Úlfar Jónsson, PGA golfþjálfari og íþróttastjóri GKG, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í golfi. Ragnar Ólafsson mun gegna stöðu liðsstjóra karla og Steinunn Eggertsdóttir verður liðsstjóri kvenna. Þetta kom fram á Golfþingi 2011 og greint er frá á kylfingur.is.

Úlfar verður í hálfu starfi sem landsliðsþjálfari og tekur við starfinu af Ragnari Ólafssyni sem sinnti stöðu landsliðsþjálfara ásamt starfi liðsstjóra. Hann mun nú einbeita sér að hlutverki liðstjóra.

Á golfþinginu var kynnt nú afreksstefna GSÍ. Meðal þess sem fram kemur í henni er markmið að innan tíu ára verði kominn íslenskur kylfingur á sterkustu mótaraðir atvinnumanna í Evrópu og/eða í Bandaríkjunum.

Ýmilegt áhugavert kemur fram í nýrri afreksstefnu GSÍ. Meðal þess eru siðareglur sem kveða á um að áfengis- og tóbaksnotkun sé bönnuð í keppnisferðum á vegum sambandsins. Nánar á kylfingur.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×