Samsæriskenningar berast víða - Komst Lyon áfram á svindli? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. desember 2011 14:15 Myndin umdeilda. Netheimar loga vegna úrslitanna í leikjum gærkvöldsins í D-riðli Meistaradeildarinnar. Þar komst Lyon áfram í 16-liða úrslitin á ótrúlegan máta en Ajax þarf að spila í Evrópudeild UEFA. Frönsk veðmálayfirvöld hafa opnað rannsókn á málinu. Fyrir leikina í gær voru fáir sem reiknuðu með því að Lyon myndi komast áfram. Liðið var þremur stigum á eftir Ajax og með talsvert lakari markatölu. Lyon hafði aðeins skorað tvö mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í riðlinum en vann svo í gær ótrúlegan 7-1 sigur á Dinamo Zagreb í Króatíu. Á sama tíma tapaði Ajax fyrir Real Madrid, 3-0, en skoraði samt tvö mörk sem voru dæmd af vegna rangstöðu. Af myndbandsupptökum að ráða virðast þau vera fullkomnlega lögleg. Samsæriskenningarnar snúast annars vegar um að leikmönnum Dinamo Zagreb hafi verið borgað fyrir að kasta leiknum frá sér og leyfa Lyon að skora öll þessi mörk. Hins vegar að dómurunum í leik Ajax og Real Madrid hafi verið mútað til að dæma gegn Ajax. Niðurstaðan var alla vega sú að Lyon komst áfram á betra markahlutfalli (+2) á meðan að Ajax sat eftir í þriðja sætinu með jafnt markahlutfall. Arjel, opinber samtök í Frakklandi sem hafa eftirlit með veðmálastarfssemi, eru byrjuð að skoða hvort að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað en Frank de Boer, knattspyrnustjóri Ajax, sagði þetta eftir leikinn: „Ef eitthvað gerðist sem getur talist óeðlilegt ætti Knattspyrnusamband Evrópu að rannsaka leikinn í Zagreb. Aðstoðarmenn mínir hafa sagt mér að mörkin komu fljótt og auðveldlega því venjulega er ekki hægt að skora svo mikið af mörkum á aðeins 30 mínútum,“ sagði De Boer en Lyon breytti stöðunni úr 1-1 í 7-1 á fyrsta hálftímanum í seinni hálfleik. „Þetta er algjört kjaftæði,“ sagði Bernand Lacombe, stjóri Lyon, eftir sigurinn í gær. „Fólk á ekki að segja svona hluti. Mér er alveg sama um hvað stjóri Ajax hefur að segja um málið. Mér skilst líka að við eigum að bera ábyrgð á dómgæslunni á leiknum í Amsterdam.“ Þjálfari Dinamo Zagreb, Krunoslav Jurcic, var rekinn eftir leikinn og sagði framkvæmdarstjóri félagsins að úrslitin hefðu verið vandræðaleg. En netverjar hafa margir hverjir birt meðfylgjandi mynd sem sýnir varnarmann Dinamo, Domagoj Vida, blikka sóknarmanninn Bafetimbi Gomis eftir að Lisandro Lopez var nýbúinn að skora fimmta mark Lyon. Hann réttir einnig upp þumalputtan sem virðist einnig grunsamlegt, í meira lagi. Þetta gæti líka bara verið tilviljun. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Sjá meira
Netheimar loga vegna úrslitanna í leikjum gærkvöldsins í D-riðli Meistaradeildarinnar. Þar komst Lyon áfram í 16-liða úrslitin á ótrúlegan máta en Ajax þarf að spila í Evrópudeild UEFA. Frönsk veðmálayfirvöld hafa opnað rannsókn á málinu. Fyrir leikina í gær voru fáir sem reiknuðu með því að Lyon myndi komast áfram. Liðið var þremur stigum á eftir Ajax og með talsvert lakari markatölu. Lyon hafði aðeins skorað tvö mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í riðlinum en vann svo í gær ótrúlegan 7-1 sigur á Dinamo Zagreb í Króatíu. Á sama tíma tapaði Ajax fyrir Real Madrid, 3-0, en skoraði samt tvö mörk sem voru dæmd af vegna rangstöðu. Af myndbandsupptökum að ráða virðast þau vera fullkomnlega lögleg. Samsæriskenningarnar snúast annars vegar um að leikmönnum Dinamo Zagreb hafi verið borgað fyrir að kasta leiknum frá sér og leyfa Lyon að skora öll þessi mörk. Hins vegar að dómurunum í leik Ajax og Real Madrid hafi verið mútað til að dæma gegn Ajax. Niðurstaðan var alla vega sú að Lyon komst áfram á betra markahlutfalli (+2) á meðan að Ajax sat eftir í þriðja sætinu með jafnt markahlutfall. Arjel, opinber samtök í Frakklandi sem hafa eftirlit með veðmálastarfssemi, eru byrjuð að skoða hvort að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað en Frank de Boer, knattspyrnustjóri Ajax, sagði þetta eftir leikinn: „Ef eitthvað gerðist sem getur talist óeðlilegt ætti Knattspyrnusamband Evrópu að rannsaka leikinn í Zagreb. Aðstoðarmenn mínir hafa sagt mér að mörkin komu fljótt og auðveldlega því venjulega er ekki hægt að skora svo mikið af mörkum á aðeins 30 mínútum,“ sagði De Boer en Lyon breytti stöðunni úr 1-1 í 7-1 á fyrsta hálftímanum í seinni hálfleik. „Þetta er algjört kjaftæði,“ sagði Bernand Lacombe, stjóri Lyon, eftir sigurinn í gær. „Fólk á ekki að segja svona hluti. Mér er alveg sama um hvað stjóri Ajax hefur að segja um málið. Mér skilst líka að við eigum að bera ábyrgð á dómgæslunni á leiknum í Amsterdam.“ Þjálfari Dinamo Zagreb, Krunoslav Jurcic, var rekinn eftir leikinn og sagði framkvæmdarstjóri félagsins að úrslitin hefðu verið vandræðaleg. En netverjar hafa margir hverjir birt meðfylgjandi mynd sem sýnir varnarmann Dinamo, Domagoj Vida, blikka sóknarmanninn Bafetimbi Gomis eftir að Lisandro Lopez var nýbúinn að skora fimmta mark Lyon. Hann réttir einnig upp þumalputtan sem virðist einnig grunsamlegt, í meira lagi. Þetta gæti líka bara verið tilviljun.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Sjá meira