Chelsea stóðst pressuna og vann Valencia | Mörk kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2011 19:00 Chelsea tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og sigur í sínum riðli með 3-0 sigri á spænska liðinu Valenicia á Brúnni í kvöld. Marseille og Zenit St Petersburg komust líka áfram í sextán liða úrslitin í kvöld. Didier Drogba var maður leiksins í kvöld en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Chelsea-menn stóðust pressuna og unnu frábæran sigur ekki síst þökk sé Didier Drogba sem gerði út um leikinn með tveimur mörkum og einni stoðsendingu. Chelsea fékk draumabyrjun á 3. mínútu þegar Didier Drogba snéri af sér varnarmenn Valenica eftir sendingu frá Juan Manuel Mata og kom Chelsea í 1-0. Drogba átti líka þátt í öðru markinu en Ramires fékk þó mestu hjálpina frá varnarmanni Valencia sem sofnaði á verðinum og hleypti Ramires framhjá sér. Brasilíumaðurinn nýtt sér það kom Chelsea í 2-0 á 21. mínútu. Didier Drogba skoraði síðan þriðja markið á 77. mínútu eftir að hafa sloppið einn í gegn eftir sendingu frá Juan Manuel Mata. Bayer Leverkusen náði aðeins jafntefli á móti Genk og því fór Chelsea ekki bara áfram með þessum sigri heldur tryggði sér líka sigur í riðlinum. Gríska liðið Olympiakos virtist vera að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum með því að vinna 3-1 sigur á Arsenal en Marseille skoraði tvö mörk í lokin á móti Dortmund og tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum með dramatískum hætti. Arsenal var búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Zenit St Petersburg tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með því að ná markalausu jafntefli á útivelli á móti Porto. Porto sat því eftir og fer í Evrópudeildina. Varalið Barceolona vann 4-0 sigur á BATE en Barcelona var búið að vinna riðilinn og AC Milan var öruggt með annað sætið. AC Milan missti niður 2-0 forystu og gerði 2-2 jafntefli við Viktoria Plzen í Tékklandi.Úrslit kvöldsins:E-riðill:19.45 Chelsea - Valencia 3-0 1-0 Didier Drogba (3.) , 2-0 Ramires (21.), 3-0 Didier Drogba (77.)19.45 Genk - Leverkusen 1-1 1-0 Jelle Vossen (30.), 1-1 Eren Derdiyok (79.)F-riðill:19.45 Olympiakos - Arsenal 3-1 1-0 Rafik Djebbour (16.), 2-0 David Fuster (36.) 2-1 Yossi Benayoun (57.), 3-1 François Modesto (89.)19.45 Dortmund - Marseille 2-3 1-0 Kuba (23.), 2-0 Mats Hummels (32.), 2-1 Loïc Remy (45.), 2-2 André Ayew (85.), 2-3 Matthieu Valbuena (89.)G-riðill:19.45 Porto - Zenit St. Pétursborg 0-019.45 Apoel Nicosia - Shakhtar Donetsk 0-2 0-1 Luiz Adriano (62.), 0-2 Evgen Seleznev (78.)H-riðill:19.45 Barcelona - BATE Borisov 4-0 1-0 Sergi Roberto (35.), 2-0 Martín Montoya (60.), 3-0 Pedro Rodriguez (63.), 4-0 Pedro Rodriguez (88.)19.45 Viktoria Plzen - AC Milan 2-2 0-1 Alexandre Pato (47.), 0-2 Robinho (49.), 1-2 David Bystron (88.), 2-2 Michal Duris (90.+2). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Sjá meira
Chelsea tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og sigur í sínum riðli með 3-0 sigri á spænska liðinu Valenicia á Brúnni í kvöld. Marseille og Zenit St Petersburg komust líka áfram í sextán liða úrslitin í kvöld. Didier Drogba var maður leiksins í kvöld en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Chelsea-menn stóðust pressuna og unnu frábæran sigur ekki síst þökk sé Didier Drogba sem gerði út um leikinn með tveimur mörkum og einni stoðsendingu. Chelsea fékk draumabyrjun á 3. mínútu þegar Didier Drogba snéri af sér varnarmenn Valenica eftir sendingu frá Juan Manuel Mata og kom Chelsea í 1-0. Drogba átti líka þátt í öðru markinu en Ramires fékk þó mestu hjálpina frá varnarmanni Valencia sem sofnaði á verðinum og hleypti Ramires framhjá sér. Brasilíumaðurinn nýtt sér það kom Chelsea í 2-0 á 21. mínútu. Didier Drogba skoraði síðan þriðja markið á 77. mínútu eftir að hafa sloppið einn í gegn eftir sendingu frá Juan Manuel Mata. Bayer Leverkusen náði aðeins jafntefli á móti Genk og því fór Chelsea ekki bara áfram með þessum sigri heldur tryggði sér líka sigur í riðlinum. Gríska liðið Olympiakos virtist vera að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum með því að vinna 3-1 sigur á Arsenal en Marseille skoraði tvö mörk í lokin á móti Dortmund og tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum með dramatískum hætti. Arsenal var búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Zenit St Petersburg tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með því að ná markalausu jafntefli á útivelli á móti Porto. Porto sat því eftir og fer í Evrópudeildina. Varalið Barceolona vann 4-0 sigur á BATE en Barcelona var búið að vinna riðilinn og AC Milan var öruggt með annað sætið. AC Milan missti niður 2-0 forystu og gerði 2-2 jafntefli við Viktoria Plzen í Tékklandi.Úrslit kvöldsins:E-riðill:19.45 Chelsea - Valencia 3-0 1-0 Didier Drogba (3.) , 2-0 Ramires (21.), 3-0 Didier Drogba (77.)19.45 Genk - Leverkusen 1-1 1-0 Jelle Vossen (30.), 1-1 Eren Derdiyok (79.)F-riðill:19.45 Olympiakos - Arsenal 3-1 1-0 Rafik Djebbour (16.), 2-0 David Fuster (36.) 2-1 Yossi Benayoun (57.), 3-1 François Modesto (89.)19.45 Dortmund - Marseille 2-3 1-0 Kuba (23.), 2-0 Mats Hummels (32.), 2-1 Loïc Remy (45.), 2-2 André Ayew (85.), 2-3 Matthieu Valbuena (89.)G-riðill:19.45 Porto - Zenit St. Pétursborg 0-019.45 Apoel Nicosia - Shakhtar Donetsk 0-2 0-1 Luiz Adriano (62.), 0-2 Evgen Seleznev (78.)H-riðill:19.45 Barcelona - BATE Borisov 4-0 1-0 Sergi Roberto (35.), 2-0 Martín Montoya (60.), 3-0 Pedro Rodriguez (63.), 4-0 Pedro Rodriguez (88.)19.45 Viktoria Plzen - AC Milan 2-2 0-1 Alexandre Pato (47.), 0-2 Robinho (49.), 1-2 David Bystron (88.), 2-2 Michal Duris (90.+2).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Sjá meira