HK sótti tvö stig í Mosfellsbæ í gær með sigri á Aftureldingu og kom sér fyrir vikið upp í annað sæti N1-deildar karla.
Bjarki Már Elísson fékk að líta rauða spjaldið í leiknum en leikmenn HK efldust við mótlætið og lönduðu góðum sigri.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á staðnum og tók þessar myndir.
