U-16 ára lið Íslands í handbolta vann í kvöld góðan sigur á jafnöldrum sínum frá Frakklandi, 30-29, í æfingaleik í Kaplakrika í dag.
Frakkar höfðu reyndar fimm marka forystu í hálfleik, 14-9, en íslensku strákarnir sneru leiknum sér í vil með góðri frammistöðu í seinni hálfleik.
Hjalti Már Hjaltason skoraði fimm mörk í leiknum og var markahæstur ásamt Agli Magnússyni. Dagur Arnarson og Leonharð Harðarson skoruðu svo fjögur mörk hvor.
Maurice Mendy skoraði átta mörk fyrir Frakka og var markahæstur.
