U-16 ára lið Íslands í handbolta vann í kvöld góðan sigur á jafnöldrum sínum frá Frakklandi, 30-29, í æfingaleik í Kaplakrika í dag.
Frakkar höfðu reyndar fimm marka forystu í hálfleik, 14-9, en íslensku strákarnir sneru leiknum sér í vil með góðri frammistöðu í seinni hálfleik.
Hjalti Már Hjaltason skoraði fimm mörk í leiknum og var markahæstur ásamt Agli Magnússyni. Dagur Arnarson og Leonharð Harðarson skoruðu svo fjögur mörk hvor.
Maurice Mendy skoraði átta mörk fyrir Frakka og var markahæstur.
Strákarnir unnu flottan sigur á Frökkum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti


Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn


Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn




„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti