Ennþá verið að veiða gæs í Landeyjum Karl Lúðvíksson skrifar 15. desember 2011 12:00 Oddur með góða veiði um síðustu helgi Nú þegar stuttri rjúpnavertíð er lokið hafa flestir veiðimenn lagt byssunum sínum og snúið sér að amstri jólanna en það eru þó einhverjir sem eru ennþá í veiðihug og þá kemur nokkuð á óvart að heyra af gæsaskyttum í Landeyjum. Gæsaveiðin byrjaði vel fyrir austan en í október datt veiðin alveg niður þrátt fyrir að nóg væri af fugli. Gæsin hundsaði marga akrana þrátt fyrir að vel hefði verið sett í þá af korni og á mörgum af betri gæsajörðum svæðisins sást varla fugl í nóvember. Við fengum þó fregnir af einum veiðimanni sem var að skjóta í Landeyjum um liðna helgi og eins og sést á myndinni þá var veiðin góð. Nokkuð er af gæs á dreif um svæðið og þrátt fyrir frosthörkur þá hefur fuglinn gefið færi á sér þegar vel viðrar. Umræddur veiðimaður er Oddur Guðnason, landfræg skytta og einn af þeim sem hefur talað máli hófsemdar í veiði. Við óskum honum til hamingju með flottan dag og þökkum Benedikt Guðmundsyni fyrir fréttina. Stangveiði Mest lesið 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði
Nú þegar stuttri rjúpnavertíð er lokið hafa flestir veiðimenn lagt byssunum sínum og snúið sér að amstri jólanna en það eru þó einhverjir sem eru ennþá í veiðihug og þá kemur nokkuð á óvart að heyra af gæsaskyttum í Landeyjum. Gæsaveiðin byrjaði vel fyrir austan en í október datt veiðin alveg niður þrátt fyrir að nóg væri af fugli. Gæsin hundsaði marga akrana þrátt fyrir að vel hefði verið sett í þá af korni og á mörgum af betri gæsajörðum svæðisins sást varla fugl í nóvember. Við fengum þó fregnir af einum veiðimanni sem var að skjóta í Landeyjum um liðna helgi og eins og sést á myndinni þá var veiðin góð. Nokkuð er af gæs á dreif um svæðið og þrátt fyrir frosthörkur þá hefur fuglinn gefið færi á sér þegar vel viðrar. Umræddur veiðimaður er Oddur Guðnason, landfræg skytta og einn af þeim sem hefur talað máli hófsemdar í veiði. Við óskum honum til hamingju með flottan dag og þökkum Benedikt Guðmundsyni fyrir fréttina.
Stangveiði Mest lesið 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði