Vill sameina Seðlabankann og FME að nýju Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. desember 2011 18:30 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er þeirrar skoðunar að sameina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands að nýju. Hann segir að það myndi stytta boðleiðir og auðvelda stjórnvöldum að meta kerfislæga áhættu. Í efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í var kveðið á um að leita bæri til sérfræðings til að gera úttekt á regluverki og eftirliti íslenska fjármálakerfisins. Kaarlo Jännäri, fyrrverandi yfirmaður finnska fjármálaeftirlitsins, var fenginn til verksins og var ein helsta niðurstaða skýrslu hans í mars 2009 að sameina bæri Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið í eina stofnun. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Forsætisráðherra sagði í þingræðu á 137. löggjafarþingi, fyrir tveimur árum, að stjórnvöld yrðu að taka afstöðu til þessarar spurningar. Hefur það verið gert? „Nei, ekki endanlega, en það hefur verið skoðað og er eitt af því sem, réttilega, þarf að taka afstöðu til." Hver er þín afstaða? „Ég hallast að því að það beri að sameina þetta." Hvers vegna? „Vegna þess að almennt erum við með lítið stjórnkerfi, litlar einingar og ég held að það gæti haft ákveðin samlegðaráhrif. Ég held að þetta gæti orðið sterkara. Nú þarf þetta að vera aðskilið og yrði það ef þetta yrði sameinað í einni stofnun, þetta yrðu sjálfstæðar einingar eftir sem áður enda þarf Fjármálaeftirlitið að vera alveg sjálfstætt þannig lagað séð, en ég held að þetta myndi stytta boðleiðir í kerfinu. Og varðandi mat á kerfsilægri áhættu, þá held ég að meira ynnist við þetta en tapaðist," segir Steingrímur. Nýjasta þáttinn af Klinkinu má finna hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er þeirrar skoðunar að sameina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands að nýju. Hann segir að það myndi stytta boðleiðir og auðvelda stjórnvöldum að meta kerfislæga áhættu. Í efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í var kveðið á um að leita bæri til sérfræðings til að gera úttekt á regluverki og eftirliti íslenska fjármálakerfisins. Kaarlo Jännäri, fyrrverandi yfirmaður finnska fjármálaeftirlitsins, var fenginn til verksins og var ein helsta niðurstaða skýrslu hans í mars 2009 að sameina bæri Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið í eina stofnun. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Forsætisráðherra sagði í þingræðu á 137. löggjafarþingi, fyrir tveimur árum, að stjórnvöld yrðu að taka afstöðu til þessarar spurningar. Hefur það verið gert? „Nei, ekki endanlega, en það hefur verið skoðað og er eitt af því sem, réttilega, þarf að taka afstöðu til." Hver er þín afstaða? „Ég hallast að því að það beri að sameina þetta." Hvers vegna? „Vegna þess að almennt erum við með lítið stjórnkerfi, litlar einingar og ég held að það gæti haft ákveðin samlegðaráhrif. Ég held að þetta gæti orðið sterkara. Nú þarf þetta að vera aðskilið og yrði það ef þetta yrði sameinað í einni stofnun, þetta yrðu sjálfstæðar einingar eftir sem áður enda þarf Fjármálaeftirlitið að vera alveg sjálfstætt þannig lagað séð, en ég held að þetta myndi stytta boðleiðir í kerfinu. Og varðandi mat á kerfsilægri áhættu, þá held ég að meira ynnist við þetta en tapaðist," segir Steingrímur. Nýjasta þáttinn af Klinkinu má finna hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira