Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 25-20 Stefán Hirst Friðriksson í Strandgötu skrifar 28. desember 2011 13:14 Mynd/daníel Haukar urðu í kvöld deildarbikarmeistarar í handbolta með góðum fimm marka sigri, 25-20 á nágrönnum sínum í FH. Leikurinn var rafmagnaður og létu áhorfendur vel í sér heyra í þessum Hafnarfjarðarslag sem var haldinn í íþróttahúsinu að Strandgötu. Sigurinn vannst á gríðarlega sterkri vörn Hauka ásamt því að Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka var í góður í markinu. FH-ingar áttu lítil svör við sterkri vörn Hauka, sem voru með undirtökin allan leikinn. Stefán Rafn Sigurmannsson leikmaður Hauka bar af í sóknarleik sinna manna en hann skoraði sjö mörk í leiknum. Þórður Rafn Guðmundsson í liði Hauka átti einnig góðan leik en hann skoraði fimm mörk í leiknum. Það var fátt um fína drætti hjá FH en það var aðallega Ari Magnús Þorgeirsson sem sýndi lit í sóknarleiknum. Leikurinn fór vel af stað og var mikið jafnræði með liðunum á upphafsmínútunum. Haukar voru þó með undirtökin í upphafi og var það hlutverk FH-inga að elta. Mikil barátta einkenndi fyrri hálfleikinn og var það greinilegt að bæði lið voru tilbúin að berjast fyrir málstaðinn. FH-ingar náðu að minnka muninn í eitt mark eftir gott hraðaupphlaupsmark um miðbik fyrri hálfleiksins en eftir það tóku Haukar völdin og juku forystu sína jafnt og þétt og voru með fjögurra marka forystu þegar flautað var til leikhlés. Haukar skelltu í lás á upphafsmínútum síðari hálfleiksins og spiluðu þeir virkilega sterka vörn ásamt góðri markvörslu sem FH-ingar áttu fá svör við. Haukar héldu áfram að auka forystuna og var hún komin í átta mörk snemma í hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum á næstu mínútum en FH-ingar voru þó ekki alveg hættir því að þeim tókst að minnka muninn og voru þeir einungis þremur mörkum undir þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru æsispennandi og fengu FH-ingar dæmda á sig tveggja brottvísun þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum ásamt því að Ísak Rafnsson var rekinn af velli fyrir ljótt brot undir lok leiks. Haukar nýttu sér liðsmuninn til fullnustu og unnu að lokum öruggan fimm marka sigur.Stefán Rafn: Það er gott að vera í Haukum í dag ,,Þetta var frábær leikur hjá okkur. Við mættum virkilega stemmdir til leiks og náðum upp flottri vörn ásamt því að markvarslan var frábær. Við héldum þeim í tuttugu mörkum hérna sem er frábært." sagði Stefán ,,Við settum okkur markmið fyrir tímabilið og við ætlum að halda þeim. Það er einn titill kominn núna og við ætlum núna að einbeita okkur að hinum. Við höfum ekki unnið titil núna í eitt og hálft ár síðan að Aron fór þannig að þetta er gaman. Það er mjög öflugt að fá hann til baka en hann er frábær þjálfari sem kemur með nýjar áherslur þannig að það er bara gaman að vera í Haukum í dag. " sagði Stefán Stefán Rafn spilaði mjög vel í sóknarleiknum í dag og var hann mjög hættulegur í langskotum sínum. Hann var að vonum sáttur með sitt framlag ,,Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu. Ég var að finna mig ágætlega og skjóta ágætlega og liðið var að finna sig vel. Þetta gekk bara mjög vel í dag." sagði Stefán að lokumAron: Skemmir ekki fyrir að vinna FH í úrslitaleik ,,Þetta var góður sigur hjá okkur í kvöld og ekki skemmdi það fyrir að við vorum að vinna erkifjendurna í FH hérna í kvöld. Ég er gríðarlega ánægður með liðið í þessum leik. Markvarslan og vörnin var mest allan leikinn mjög góð. Við duttum þarna niður aðeins í seinni hálfleik en þá breyttum við um áherslur í vörninni og strákarnir gerðu það frábærlega." sagði Aron. Þetta var fyrsti titill Hauka á tímabilinu og fyrsti titill Arons eftir endurkomu hans sem þjálfara Hauka og og var hann að vonum ánægður með fyrsta titil tímabilsins. ,,Við erum að vinna okkar fyrsta titil í ár hérna í kvöld og þetta var ágætis leið til þess að enda árið. Við erum búnir að eiga fínt tímabil til þessa og sýna mikinn stöðugleika. Þetta voru ágætis verðlaun fyrir það." ,,Nú þurfum við aðeins að pústa næstu vikuna og svo byrjar undirbúningurinn fyrir síðari hluta tímabilsins og við þurfum bara að halda okkur á jörðinni og vinna vel." sagði Aron að lokum.Kristján Arason: Ætlum að vinna Hauka ,,Þetta gekk ekki í kvöld, þeir voru bara betri aðilinn í leiknum og unnu sanngjarnt. Mér fannst það hafa komið bersýnilega í ljós að liðið mitt er þreytt og við vorum lengi vel á hælunum." sagði Kristján Aðspurður hvað olli þreytu liðsins vildi Kristján meina að þáttaka sinna manna í Evrópukeppninni væri að taka sinn toll ,,Evrópukeppnin er að stríða okkur. Þessi fjöldi leikja og ferðalög. Leikmennirnir virðast ekki vera að þola það. Ég er þessvegna mjög ánægður með fríið sem er handan við hornið. Við þurfum að nýta fríið og keyra okkur vel upp í formi til þess að vinna Haukana en það er akkúrat það sem við ætlum að gera." sagði Kristján að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Haukar urðu í kvöld deildarbikarmeistarar í handbolta með góðum fimm marka sigri, 25-20 á nágrönnum sínum í FH. Leikurinn var rafmagnaður og létu áhorfendur vel í sér heyra í þessum Hafnarfjarðarslag sem var haldinn í íþróttahúsinu að Strandgötu. Sigurinn vannst á gríðarlega sterkri vörn Hauka ásamt því að Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka var í góður í markinu. FH-ingar áttu lítil svör við sterkri vörn Hauka, sem voru með undirtökin allan leikinn. Stefán Rafn Sigurmannsson leikmaður Hauka bar af í sóknarleik sinna manna en hann skoraði sjö mörk í leiknum. Þórður Rafn Guðmundsson í liði Hauka átti einnig góðan leik en hann skoraði fimm mörk í leiknum. Það var fátt um fína drætti hjá FH en það var aðallega Ari Magnús Þorgeirsson sem sýndi lit í sóknarleiknum. Leikurinn fór vel af stað og var mikið jafnræði með liðunum á upphafsmínútunum. Haukar voru þó með undirtökin í upphafi og var það hlutverk FH-inga að elta. Mikil barátta einkenndi fyrri hálfleikinn og var það greinilegt að bæði lið voru tilbúin að berjast fyrir málstaðinn. FH-ingar náðu að minnka muninn í eitt mark eftir gott hraðaupphlaupsmark um miðbik fyrri hálfleiksins en eftir það tóku Haukar völdin og juku forystu sína jafnt og þétt og voru með fjögurra marka forystu þegar flautað var til leikhlés. Haukar skelltu í lás á upphafsmínútum síðari hálfleiksins og spiluðu þeir virkilega sterka vörn ásamt góðri markvörslu sem FH-ingar áttu fá svör við. Haukar héldu áfram að auka forystuna og var hún komin í átta mörk snemma í hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum á næstu mínútum en FH-ingar voru þó ekki alveg hættir því að þeim tókst að minnka muninn og voru þeir einungis þremur mörkum undir þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru æsispennandi og fengu FH-ingar dæmda á sig tveggja brottvísun þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum ásamt því að Ísak Rafnsson var rekinn af velli fyrir ljótt brot undir lok leiks. Haukar nýttu sér liðsmuninn til fullnustu og unnu að lokum öruggan fimm marka sigur.Stefán Rafn: Það er gott að vera í Haukum í dag ,,Þetta var frábær leikur hjá okkur. Við mættum virkilega stemmdir til leiks og náðum upp flottri vörn ásamt því að markvarslan var frábær. Við héldum þeim í tuttugu mörkum hérna sem er frábært." sagði Stefán ,,Við settum okkur markmið fyrir tímabilið og við ætlum að halda þeim. Það er einn titill kominn núna og við ætlum núna að einbeita okkur að hinum. Við höfum ekki unnið titil núna í eitt og hálft ár síðan að Aron fór þannig að þetta er gaman. Það er mjög öflugt að fá hann til baka en hann er frábær þjálfari sem kemur með nýjar áherslur þannig að það er bara gaman að vera í Haukum í dag. " sagði Stefán Stefán Rafn spilaði mjög vel í sóknarleiknum í dag og var hann mjög hættulegur í langskotum sínum. Hann var að vonum sáttur með sitt framlag ,,Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu. Ég var að finna mig ágætlega og skjóta ágætlega og liðið var að finna sig vel. Þetta gekk bara mjög vel í dag." sagði Stefán að lokumAron: Skemmir ekki fyrir að vinna FH í úrslitaleik ,,Þetta var góður sigur hjá okkur í kvöld og ekki skemmdi það fyrir að við vorum að vinna erkifjendurna í FH hérna í kvöld. Ég er gríðarlega ánægður með liðið í þessum leik. Markvarslan og vörnin var mest allan leikinn mjög góð. Við duttum þarna niður aðeins í seinni hálfleik en þá breyttum við um áherslur í vörninni og strákarnir gerðu það frábærlega." sagði Aron. Þetta var fyrsti titill Hauka á tímabilinu og fyrsti titill Arons eftir endurkomu hans sem þjálfara Hauka og og var hann að vonum ánægður með fyrsta titil tímabilsins. ,,Við erum að vinna okkar fyrsta titil í ár hérna í kvöld og þetta var ágætis leið til þess að enda árið. Við erum búnir að eiga fínt tímabil til þessa og sýna mikinn stöðugleika. Þetta voru ágætis verðlaun fyrir það." ,,Nú þurfum við aðeins að pústa næstu vikuna og svo byrjar undirbúningurinn fyrir síðari hluta tímabilsins og við þurfum bara að halda okkur á jörðinni og vinna vel." sagði Aron að lokum.Kristján Arason: Ætlum að vinna Hauka ,,Þetta gekk ekki í kvöld, þeir voru bara betri aðilinn í leiknum og unnu sanngjarnt. Mér fannst það hafa komið bersýnilega í ljós að liðið mitt er þreytt og við vorum lengi vel á hælunum." sagði Kristján Aðspurður hvað olli þreytu liðsins vildi Kristján meina að þáttaka sinna manna í Evrópukeppninni væri að taka sinn toll ,,Evrópukeppnin er að stríða okkur. Þessi fjöldi leikja og ferðalög. Leikmennirnir virðast ekki vera að þola það. Ég er þessvegna mjög ánægður með fríið sem er handan við hornið. Við þurfum að nýta fríið og keyra okkur vel upp í formi til þess að vinna Haukana en það er akkúrat það sem við ætlum að gera." sagði Kristján að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira