Haukar komust í kvöld í úrslit deildarbikars karla með ótrúlegum yfirburðasigri á Fram. Lokatölur 31-19 en hálfleikstölur voru 16-10.
Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði mest Hauka eða sjö mörk. Gylfi Gylfason skoraði fimm.
Sigurður Eggertsson var allt í öllu í liði Fram með níu mörk. Róbert Aron Hostert skoraði fjögur.
Haukar mæta FH eða HK í úrslitum en þau mætast síðar í kvöld.
