Handbolti

AG valtaði yfir Kolding í toppslagnum í Danmörku

Guðjón Valur átti góðan leik í kvöld.
Guðjón Valur átti góðan leik í kvöld. mynd/heimasíða AG
Það var gríðarleg stemning í Boozt.com höllinni í kvöld þegar tvö efstu lið dönsku úrvalsdeildarinnar, AG og Kolding, mættust. Höllin var troðfull tveimur tímum fyrir leik.

Jafnræði var með liðunum framan af en AG þó skrefi á undan. Kolding þó ekki á því að gefa neitt eftir og jafnaði fyrir hlé, 12-12.

Það var aðeins eitt lið á vellinum í síðari hálfleik því AG hreinlega keyrði yfir Kolding og tryggði sér átta marka sigur, 28-20. Munurinn á liðinum eftir leikinn er fimm stig.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk fyrir AG í kvöld og Arnór Atlason þrjú.

Einar Ingi Hrafnsson lék svo með Mors-Thy sem lagði Skanderborg, 28-26. Einar skoraði eitt mark og fiskaði fjögur vítaköst. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×