„Við höfum oft lent í þeim í þessum ham og þá náð þeim," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að liðið tapaði með tíu marka mun fyrir FH í Kaplakrikanum í kvöld.
„Það var ágætt að vera bara fjórum mörkum undir í hálfleik. Ég var alveg rólegur með það, við þurftum bara að laga hlaupin aftur og fá fleiri menn í gang sóknarlega. Þeir voru bara alltaf skrefinu framar."
„Það voru mjög margir sem áttu fínan leik hjá þeim og voru bara að stjórna leiknum betur. Þeir fundu meiri lausnir á okkar varnarleik en við á þeirra."
Óskar hrósaði Daníeli Andréssyni sem kom í markið hjá FH og varði mjög vel. „Við gerðum of mörg mistök í sókninni og markvörðurinn sem kom inn hjá þeim snéri leiknum á góðum punkti," sagði Óskar.
„Við þurfum að laga ýmsa hluti. Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt. Svona er þetta bara."
Óskar Bjarni: Þeir voru að stjórna leiknum mun betur
Elvar Geir Magnússon skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti


„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
