Tíu dropar af sólarkaffi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 17. febrúar 2011 06:00 Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað dagurinn er fljótur að lengjast eftir áramótin. Nú finnst mér óralangt langt síðan ég fetaði mig í vinnuna í myrkri á morgnana og þreifaði mig svo til baka seinnipartinn, eftir örlitla skímu í hádeginu. Þó er stutt síðan, bara nokkrar vikur. Það birtir alltaf meira og meira og það er jafnvel kominn vorhugur í okkur mörg þó enn geti brostið á með byl. Jólaseríurnar sem enn hanga víða í gluggum stinga nú skyndilega í stúf og þær sem fjúka til í berum runnunum í rigningunni hafa misst allan hátíðarblæ. Eins og ég gat ekki beðið eftir að það yrði samfélagslega ásættanlegt að hengja þær upp í haust. Rétt gat setið á mér fram í nóvember! Hlutverki þeirra er einfaldlega lokið og sólarinnar að taka við. Grá og gugginn eftir dimmasta tíma ársins hrisstum við af okkur drungann, fáum okkur kaffi og stingum nefinu út. Sólarkaffi finnst mér skemmtilegt orð og skemmtilegur siður að hafa eitthvað gott með kaffinu, daginn sem fyrst sést til sólar eftir skammdegið. Sumstaðar er líka messað. Á Ísafirði skilst mér að það sé fastur siður að halda upp á daginn með rjómapönnukökum og sykruðum lummum og gott ef brottfluttir Ísfirðingar hella ekki upp á sólarkaffi, sama hvar þeir eru staddir þann dag í janúar, sem sólin skín á bæinn þeirra. Sumstaðar á landinu er að sjást fyrst til sólar núna og sumstaðar hefur hún ekki sést enn. Einhversstaðar las ég að á bænum Syðra-Firði í Lóni sæist fyrst til sólar 8. mars! Þar sem ég gekk í skóla á unglingsárum voru gjarnarn bakaðar pönnsur með sólarkaffinu en nú er einmitt að sjást til sólar þar, í Ljósavatnsskarði. Ég stóð mig þó að því um daginn að ergja mig á sólinni. Mér fannst hún trufla mig við sjónvarpsgláp og dró vanþakklát fyrir gluggann. Ég bölvaði henni líka í bílnum þegar hún skein á framrúðuna hjá mér og blindaði mig við aksturinn. Skammaðist yfir skímunni sem lýsti upp rykið í stofunni hjá mér og kvartaði yfir deigu suðusúkkulaðinu sem ég gleymdi í glugganum. Ég skammaðist mín auðvitað eftir á. Enn eru heilir 19 dagar þangað til sólin skín á Syðri-Fjörð í Lóni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun
Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað dagurinn er fljótur að lengjast eftir áramótin. Nú finnst mér óralangt langt síðan ég fetaði mig í vinnuna í myrkri á morgnana og þreifaði mig svo til baka seinnipartinn, eftir örlitla skímu í hádeginu. Þó er stutt síðan, bara nokkrar vikur. Það birtir alltaf meira og meira og það er jafnvel kominn vorhugur í okkur mörg þó enn geti brostið á með byl. Jólaseríurnar sem enn hanga víða í gluggum stinga nú skyndilega í stúf og þær sem fjúka til í berum runnunum í rigningunni hafa misst allan hátíðarblæ. Eins og ég gat ekki beðið eftir að það yrði samfélagslega ásættanlegt að hengja þær upp í haust. Rétt gat setið á mér fram í nóvember! Hlutverki þeirra er einfaldlega lokið og sólarinnar að taka við. Grá og gugginn eftir dimmasta tíma ársins hrisstum við af okkur drungann, fáum okkur kaffi og stingum nefinu út. Sólarkaffi finnst mér skemmtilegt orð og skemmtilegur siður að hafa eitthvað gott með kaffinu, daginn sem fyrst sést til sólar eftir skammdegið. Sumstaðar er líka messað. Á Ísafirði skilst mér að það sé fastur siður að halda upp á daginn með rjómapönnukökum og sykruðum lummum og gott ef brottfluttir Ísfirðingar hella ekki upp á sólarkaffi, sama hvar þeir eru staddir þann dag í janúar, sem sólin skín á bæinn þeirra. Sumstaðar á landinu er að sjást fyrst til sólar núna og sumstaðar hefur hún ekki sést enn. Einhversstaðar las ég að á bænum Syðra-Firði í Lóni sæist fyrst til sólar 8. mars! Þar sem ég gekk í skóla á unglingsárum voru gjarnarn bakaðar pönnsur með sólarkaffinu en nú er einmitt að sjást til sólar þar, í Ljósavatnsskarði. Ég stóð mig þó að því um daginn að ergja mig á sólinni. Mér fannst hún trufla mig við sjónvarpsgláp og dró vanþakklát fyrir gluggann. Ég bölvaði henni líka í bílnum þegar hún skein á framrúðuna hjá mér og blindaði mig við aksturinn. Skammaðist yfir skímunni sem lýsti upp rykið í stofunni hjá mér og kvartaði yfir deigu suðusúkkulaðinu sem ég gleymdi í glugganum. Ég skammaðist mín auðvitað eftir á. Enn eru heilir 19 dagar þangað til sólin skín á Syðri-Fjörð í Lóni.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun