Íslandi allt Þôrunn Elísabet Bogadóttir skrifar 24. janúar 2011 08:13 Þegar stórmót í handbolta eru á næsta leyti eða standa yfir segi ég hverjum sem heyra vill að ég hafi sko farið á leik á heimsmeistaramóti. Svo mæli ég sterklega með því við sama fólk að það drífi sig að gera slíkt hið sama ef það hefur tækifæri til. Þetta er ekki eintómt mont í mér, heldur vil ég bara í alvöru að fólk upplifi þetta. Ég held bara að ég hafi aldrei reynt þjóðarstoltið jafn vel á eigin skinni og í íþróttahöll í Þýskalandi, þar sem Ísland marði sigur á Slóvenum og komst þannig í átta liða úrslit. Hópar af Íslendingum sem þekktust ekki neitt öskruðu, hoppuðu, klöppuðu og fögnuðu hverju einasta marki eins og sigur á sjálfu mótinu væri í höfn. Eða að minnsta kosti sigur í leiknum. Þess vegna samgleðst ég konunum í heimaprjónuðu Íslandspeysunum og nöktu líkamsmáluðu körlunum á pöllunum afskaplega mikið. Samt sem áður myndi ég ekki teljast með mestu aðdáendum handbolta eða íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Á milli stórmóta gæti mér ekki verið meira sama, nema um þá sem ég þekki sem spila þessa íþrótt. En á meðan blessuðum mótunum stendur fer þjóðarskapið víst eftir úrslitum á mótinu - en ekki veðrinu eins og venjulega. Og nú ber svo við að dýr um allt land eru látin taka þátt í þessu með misgáfulegum kúnstum. Ekki nóg með það heldur fer bensínverðið eftir markafjölda liðsins. Ekki er nú öll vitleysan eins. En hvað um það. Við sameinumst í ást okkar á Íslandi og hötumst tímabundið við aðrar þjóðir - við þolum hvorki Þjóðverja, Serba né Spánverja í dag. Við sveiflumst samviskusamlega með þessu og sem betur fer höfðum við fengið að vera glöð óslitið í langan tíma áður en niðursveiflan kom á laugardag. Íslendingar eru nú sjóaðir í þessum handboltamálum og við vitum að strákarnir okkar eiga það til að tapa leikjum sem hefðu kannski átt að vinnast en stíga svo upp þegar þess gerist þörf. Þess vegna höldum við öll ró okkar í dag þó að selurinn Golli í Vestmannaeyjum segi að jafntefli verði niðurstaðan. Í dag getum við látið eins og við séum öll á pöllunum þó að við séum bara heima í stofu. Öskrum, hoppum, klöppum og fögnum hverju einasta marki eins og titillinn sé í höfn. Í blíðu og stríðu og allt það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun
Þegar stórmót í handbolta eru á næsta leyti eða standa yfir segi ég hverjum sem heyra vill að ég hafi sko farið á leik á heimsmeistaramóti. Svo mæli ég sterklega með því við sama fólk að það drífi sig að gera slíkt hið sama ef það hefur tækifæri til. Þetta er ekki eintómt mont í mér, heldur vil ég bara í alvöru að fólk upplifi þetta. Ég held bara að ég hafi aldrei reynt þjóðarstoltið jafn vel á eigin skinni og í íþróttahöll í Þýskalandi, þar sem Ísland marði sigur á Slóvenum og komst þannig í átta liða úrslit. Hópar af Íslendingum sem þekktust ekki neitt öskruðu, hoppuðu, klöppuðu og fögnuðu hverju einasta marki eins og sigur á sjálfu mótinu væri í höfn. Eða að minnsta kosti sigur í leiknum. Þess vegna samgleðst ég konunum í heimaprjónuðu Íslandspeysunum og nöktu líkamsmáluðu körlunum á pöllunum afskaplega mikið. Samt sem áður myndi ég ekki teljast með mestu aðdáendum handbolta eða íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Á milli stórmóta gæti mér ekki verið meira sama, nema um þá sem ég þekki sem spila þessa íþrótt. En á meðan blessuðum mótunum stendur fer þjóðarskapið víst eftir úrslitum á mótinu - en ekki veðrinu eins og venjulega. Og nú ber svo við að dýr um allt land eru látin taka þátt í þessu með misgáfulegum kúnstum. Ekki nóg með það heldur fer bensínverðið eftir markafjölda liðsins. Ekki er nú öll vitleysan eins. En hvað um það. Við sameinumst í ást okkar á Íslandi og hötumst tímabundið við aðrar þjóðir - við þolum hvorki Þjóðverja, Serba né Spánverja í dag. Við sveiflumst samviskusamlega með þessu og sem betur fer höfðum við fengið að vera glöð óslitið í langan tíma áður en niðursveiflan kom á laugardag. Íslendingar eru nú sjóaðir í þessum handboltamálum og við vitum að strákarnir okkar eiga það til að tapa leikjum sem hefðu kannski átt að vinnast en stíga svo upp þegar þess gerist þörf. Þess vegna höldum við öll ró okkar í dag þó að selurinn Golli í Vestmannaeyjum segi að jafntefli verði niðurstaðan. Í dag getum við látið eins og við séum öll á pöllunum þó að við séum bara heima í stofu. Öskrum, hoppum, klöppum og fögnum hverju einasta marki eins og titillinn sé í höfn. Í blíðu og stríðu og allt það.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun