Handbolti

Strákarnir hans Kristjáns fóru illa með Redbergslid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Andrésson.
Kristján Andrésson.
Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í Eskilstuna Guif komust aftur á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag eftir fimmtán marka sigur á Redbergslid á heimavelli, 36-21. Guif er með 40 stig eftir 24 leiki, einu stigi meira en Sävehof sem er í 2. sæti.

Redbergslid var búið að vinna þrjá leiki í röð fyrir leikinn en Guif var með þriggja marka forystu í hálfleik, 14-11 og hafði síðan mikla yfirburði í seinni háfleiknum sem liðið vann 22-10.

Guif tapaði fyrsta leiknum eftir HM-fríið á móti Lugi á heimavelli en hefur svarað því með þremur sigurleikjum í röð á móti Hammarby, Lindesberg og nú Redbergslid.

Kristkán er á sínu fjórða tímabili með Guif-liðið. Guif hefur endað í 3. sæti í sænsku deildinni undanfarin tvö ár, datt út úr undanúrslitunum fyrir verðandi meisturum í Sävehof í fyrra en komst alla leið í úrslitaleikinn árið á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×