Umfjöllun: Sveinbjörn tryggði Akureyri sigur Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 17. febrúar 2011 19:47 Akureyringar eru enn efstir í deildinni. Fréttablaðið Mögnuð markvarsla frá Sveinbirni Péturssyni tryggði Akureyri ótrúlegan eins marks sigur á FH í N1-deild karla í kvöld. Hann varði úr dauðafæri frá Ólafi Guðmundssyni á lokasekúndunni og sá til þess að Akureyri vann eins marks sigur, 25-24. Akureyringar hefðu getað leitt með meira en fjórum mörkum í hálfleik. Þeir spiluðu frábæra vörn og Sveinbjörn varði þrettán skot í fyrri hálfleik. Liðið fór nokkrum sinnum mjög illa með boltann í sókninni. Vörnin var aftur á móti aðalsmerki liðsins eins og svo oft áður. Guðlaugur Arnarsson fór þar fremstur í flokki, ásamt Heimi, sem var töluvert betri í vörn en sókn í fyrri hálfleiknum. Á meðan vantaði allt hugmyndaflug í sókn FH og flæðið var lítið sem ekkert. Akureyri var 10-5 yfir eftir 20 mínútur og leiddi svo 13-9 í hálfleik. Akureyringar virtust ætla að keyra yfir FH í upphafi seinni hálfleiks og náðu sex marka forskoti, 16-10. En FH gafst ekki upp og minnkaði muninn meðal annars í þrjú mörk, 19-16. Þá var síðari hálfleikur hálfnaður. FH minnkaði muninn niður í eitt mark þegar fimm mínútur lifðu leiks. Kæruleysi Akureyringa var algjört og sóknin þeirra hrundi. Að sama skapi datt vörnin líka niðurog þrátt fyrir fína innkomu Stefáns Guðnasonar skoraði FH grimmt. Liðin skiptust á að skora en Akureyri var alltaf á undan. Þegar tvær mínútur lifðu leiks var Akureyri tveimur mörkum yfir, tapaði boltanum og FH skoraði. Ein og half mínúta eftir og Akureyri í sókn, einu marki yfir. Pálmar varði eftir langa sókn, hálf mínúta eftir og FH með boltann, marki undir. Ólafur Guðmundsson spólaði sig í gegn en Sveinbjörn varði hreint fáránlega og tryggði Akureyri magnaðan eins marks sigur. Lokatölur 25-24. Sveinbjörn er hetjan í dag en karakter Akureyringa var aðalsmerki liðsins. FH var aftur á móti lengi í gang og hlýtur þetta að vera áhyggjuefni fyrir Kristján Arason þjálfara. Liðið spilaði af eðlilegri getur í um 20 mínútur, ekki meira en það.Akureyri - FH 25-24 (13-9)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/3 (16), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (12), Oddur Gretarsson 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (6), Daníel Einarsson 2 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Bergvin Gíslason 1 (2), Heimir Örn Árnason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20 (37) 54%, Stefán U. Guðnason 4 (10) 40%.Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 3, Guðmundur 2, Guðlaugur, Bjarni).Fiskuð víti: 3 (Oddur, Daníel, Guðmundur).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 7/4 (9), Ólafur Guðmundsson 5 (15), Örn Ingi Bjarkason 4 (14), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Atli Steinþórsson 2 (5), Ólafur Gústafsson 2 (8), Ari Þorgeirsson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 16 (40) 40%, Daníel Andrésson 0 (1) %. Hraðaupphlaup: 3 (Ólafur Guðmundsson 3)Fiskuð víti: 4 (Baldvin, Örn, Atli, Ásbjörn).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Sæmilegir. Olís-deild karla Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sjá meira
Mögnuð markvarsla frá Sveinbirni Péturssyni tryggði Akureyri ótrúlegan eins marks sigur á FH í N1-deild karla í kvöld. Hann varði úr dauðafæri frá Ólafi Guðmundssyni á lokasekúndunni og sá til þess að Akureyri vann eins marks sigur, 25-24. Akureyringar hefðu getað leitt með meira en fjórum mörkum í hálfleik. Þeir spiluðu frábæra vörn og Sveinbjörn varði þrettán skot í fyrri hálfleik. Liðið fór nokkrum sinnum mjög illa með boltann í sókninni. Vörnin var aftur á móti aðalsmerki liðsins eins og svo oft áður. Guðlaugur Arnarsson fór þar fremstur í flokki, ásamt Heimi, sem var töluvert betri í vörn en sókn í fyrri hálfleiknum. Á meðan vantaði allt hugmyndaflug í sókn FH og flæðið var lítið sem ekkert. Akureyri var 10-5 yfir eftir 20 mínútur og leiddi svo 13-9 í hálfleik. Akureyringar virtust ætla að keyra yfir FH í upphafi seinni hálfleiks og náðu sex marka forskoti, 16-10. En FH gafst ekki upp og minnkaði muninn meðal annars í þrjú mörk, 19-16. Þá var síðari hálfleikur hálfnaður. FH minnkaði muninn niður í eitt mark þegar fimm mínútur lifðu leiks. Kæruleysi Akureyringa var algjört og sóknin þeirra hrundi. Að sama skapi datt vörnin líka niðurog þrátt fyrir fína innkomu Stefáns Guðnasonar skoraði FH grimmt. Liðin skiptust á að skora en Akureyri var alltaf á undan. Þegar tvær mínútur lifðu leiks var Akureyri tveimur mörkum yfir, tapaði boltanum og FH skoraði. Ein og half mínúta eftir og Akureyri í sókn, einu marki yfir. Pálmar varði eftir langa sókn, hálf mínúta eftir og FH með boltann, marki undir. Ólafur Guðmundsson spólaði sig í gegn en Sveinbjörn varði hreint fáránlega og tryggði Akureyri magnaðan eins marks sigur. Lokatölur 25-24. Sveinbjörn er hetjan í dag en karakter Akureyringa var aðalsmerki liðsins. FH var aftur á móti lengi í gang og hlýtur þetta að vera áhyggjuefni fyrir Kristján Arason þjálfara. Liðið spilaði af eðlilegri getur í um 20 mínútur, ekki meira en það.Akureyri - FH 25-24 (13-9)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/3 (16), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (12), Oddur Gretarsson 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (6), Daníel Einarsson 2 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Bergvin Gíslason 1 (2), Heimir Örn Árnason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20 (37) 54%, Stefán U. Guðnason 4 (10) 40%.Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 3, Guðmundur 2, Guðlaugur, Bjarni).Fiskuð víti: 3 (Oddur, Daníel, Guðmundur).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 7/4 (9), Ólafur Guðmundsson 5 (15), Örn Ingi Bjarkason 4 (14), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Atli Steinþórsson 2 (5), Ólafur Gústafsson 2 (8), Ari Þorgeirsson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 16 (40) 40%, Daníel Andrésson 0 (1) %. Hraðaupphlaup: 3 (Ólafur Guðmundsson 3)Fiskuð víti: 4 (Baldvin, Örn, Atli, Ásbjörn).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Sæmilegir.
Olís-deild karla Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sjá meira