Guðmundur: Það féllu mjög þung orð í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2011 17:22 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki sáttur með íslensku leikmennina eftir átta marka tap á móti Spánverjum í milliriðli HM í handbolta í dag. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Ég er mjög dapur eftir þennan leik. Við vorum að spila mjög illa í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn var alls ekki nógu góður. Við erum að gera okkur seka um sendingarfeila sem þeir refsa með hröðum upphlaupum. Við vorum líka seinir til baka og við vorum því lélegir á öllum sviðum," sagði Guðmundur. „Við komum til baka í seinni svo um munar og erum kannski að spila eðlilegan leik í síðari hálfleik. Það er bara ekki nóg þegar við erum búnir að hleypa þeim í tíu marka forustu," sagði Guðmundur. „Við getum sagt það eftir leikinn að ef að þetta hefði verið á bilunu fimm til sex mörk þá hefði alltaf verið möguleiki á að koma til baka. Við reyndum það sem við gátum og síðari hálfleikurinn var tuttugu sinnum betri en sá fyrri. Það er sorglegt að upplifa það að liðið skuli ekki hafa byrjað þennan leik af meiri krafti í fyrri hálfleik. Ég er mjög vonsvikinn með það," sagði Guðmundur og Hörður spurði hann út í hálfleiksræðuna. „Það féllu mjög þung orð í hálfleik og ég get ekki haft þau orð eftir. Ég var mjög svekktur, sár og vonsvikinn með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Við vorum alls ekki að skila okkur til baka eins og við verðum að gera í svona keppni og á móti svona liði," sagðui Guðmundur. „Sóknarleikurinn var ekki góður og boltinn fékk lítið að ganga. Þeir komust í sendingar hjá okkur sem voru ótímabærar. Það var líka ekki margt að falla með okkur í fyrri hálfleik," sagði Guðmundur. „Menn geta haft sínar skoðanir á því hvort Spánverjar hafi slakað á í síðari hálfleik eða við gefið í. Ég vil meina að við höfum gefið í og spilað af eðlilegri getu sóknarlega og varnarlega sömuleiðis. Bjöggi kom líka með frábæra markvörslu en þetta var of stórt forskot," sagði Guðmundur sem vildi ekki tala um framhaldið. „Það eru allir firnasterkir sem eru komnir hingað og ég ætla ekki að segja orð um Frakkana. Við verðum bara að fara yfir þennan leik og láta verkin tala inn á vellinum," sagði Guðmundur. Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki sáttur með íslensku leikmennina eftir átta marka tap á móti Spánverjum í milliriðli HM í handbolta í dag. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Ég er mjög dapur eftir þennan leik. Við vorum að spila mjög illa í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn var alls ekki nógu góður. Við erum að gera okkur seka um sendingarfeila sem þeir refsa með hröðum upphlaupum. Við vorum líka seinir til baka og við vorum því lélegir á öllum sviðum," sagði Guðmundur. „Við komum til baka í seinni svo um munar og erum kannski að spila eðlilegan leik í síðari hálfleik. Það er bara ekki nóg þegar við erum búnir að hleypa þeim í tíu marka forustu," sagði Guðmundur. „Við getum sagt það eftir leikinn að ef að þetta hefði verið á bilunu fimm til sex mörk þá hefði alltaf verið möguleiki á að koma til baka. Við reyndum það sem við gátum og síðari hálfleikurinn var tuttugu sinnum betri en sá fyrri. Það er sorglegt að upplifa það að liðið skuli ekki hafa byrjað þennan leik af meiri krafti í fyrri hálfleik. Ég er mjög vonsvikinn með það," sagði Guðmundur og Hörður spurði hann út í hálfleiksræðuna. „Það féllu mjög þung orð í hálfleik og ég get ekki haft þau orð eftir. Ég var mjög svekktur, sár og vonsvikinn með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Við vorum alls ekki að skila okkur til baka eins og við verðum að gera í svona keppni og á móti svona liði," sagðui Guðmundur. „Sóknarleikurinn var ekki góður og boltinn fékk lítið að ganga. Þeir komust í sendingar hjá okkur sem voru ótímabærar. Það var líka ekki margt að falla með okkur í fyrri hálfleik," sagði Guðmundur. „Menn geta haft sínar skoðanir á því hvort Spánverjar hafi slakað á í síðari hálfleik eða við gefið í. Ég vil meina að við höfum gefið í og spilað af eðlilegri getu sóknarlega og varnarlega sömuleiðis. Bjöggi kom líka með frábæra markvörslu en þetta var of stórt forskot," sagði Guðmundur sem vildi ekki tala um framhaldið. „Það eru allir firnasterkir sem eru komnir hingað og ég ætla ekki að segja orð um Frakkana. Við verðum bara að fara yfir þennan leik og láta verkin tala inn á vellinum," sagði Guðmundur.
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni