Guðmundur: Það féllu mjög þung orð í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2011 17:22 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki sáttur með íslensku leikmennina eftir átta marka tap á móti Spánverjum í milliriðli HM í handbolta í dag. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Ég er mjög dapur eftir þennan leik. Við vorum að spila mjög illa í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn var alls ekki nógu góður. Við erum að gera okkur seka um sendingarfeila sem þeir refsa með hröðum upphlaupum. Við vorum líka seinir til baka og við vorum því lélegir á öllum sviðum," sagði Guðmundur. „Við komum til baka í seinni svo um munar og erum kannski að spila eðlilegan leik í síðari hálfleik. Það er bara ekki nóg þegar við erum búnir að hleypa þeim í tíu marka forustu," sagði Guðmundur. „Við getum sagt það eftir leikinn að ef að þetta hefði verið á bilunu fimm til sex mörk þá hefði alltaf verið möguleiki á að koma til baka. Við reyndum það sem við gátum og síðari hálfleikurinn var tuttugu sinnum betri en sá fyrri. Það er sorglegt að upplifa það að liðið skuli ekki hafa byrjað þennan leik af meiri krafti í fyrri hálfleik. Ég er mjög vonsvikinn með það," sagði Guðmundur og Hörður spurði hann út í hálfleiksræðuna. „Það féllu mjög þung orð í hálfleik og ég get ekki haft þau orð eftir. Ég var mjög svekktur, sár og vonsvikinn með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Við vorum alls ekki að skila okkur til baka eins og við verðum að gera í svona keppni og á móti svona liði," sagðui Guðmundur. „Sóknarleikurinn var ekki góður og boltinn fékk lítið að ganga. Þeir komust í sendingar hjá okkur sem voru ótímabærar. Það var líka ekki margt að falla með okkur í fyrri hálfleik," sagði Guðmundur. „Menn geta haft sínar skoðanir á því hvort Spánverjar hafi slakað á í síðari hálfleik eða við gefið í. Ég vil meina að við höfum gefið í og spilað af eðlilegri getu sóknarlega og varnarlega sömuleiðis. Bjöggi kom líka með frábæra markvörslu en þetta var of stórt forskot," sagði Guðmundur sem vildi ekki tala um framhaldið. „Það eru allir firnasterkir sem eru komnir hingað og ég ætla ekki að segja orð um Frakkana. Við verðum bara að fara yfir þennan leik og láta verkin tala inn á vellinum," sagði Guðmundur. Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki sáttur með íslensku leikmennina eftir átta marka tap á móti Spánverjum í milliriðli HM í handbolta í dag. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Ég er mjög dapur eftir þennan leik. Við vorum að spila mjög illa í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn var alls ekki nógu góður. Við erum að gera okkur seka um sendingarfeila sem þeir refsa með hröðum upphlaupum. Við vorum líka seinir til baka og við vorum því lélegir á öllum sviðum," sagði Guðmundur. „Við komum til baka í seinni svo um munar og erum kannski að spila eðlilegan leik í síðari hálfleik. Það er bara ekki nóg þegar við erum búnir að hleypa þeim í tíu marka forustu," sagði Guðmundur. „Við getum sagt það eftir leikinn að ef að þetta hefði verið á bilunu fimm til sex mörk þá hefði alltaf verið möguleiki á að koma til baka. Við reyndum það sem við gátum og síðari hálfleikurinn var tuttugu sinnum betri en sá fyrri. Það er sorglegt að upplifa það að liðið skuli ekki hafa byrjað þennan leik af meiri krafti í fyrri hálfleik. Ég er mjög vonsvikinn með það," sagði Guðmundur og Hörður spurði hann út í hálfleiksræðuna. „Það féllu mjög þung orð í hálfleik og ég get ekki haft þau orð eftir. Ég var mjög svekktur, sár og vonsvikinn með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Við vorum alls ekki að skila okkur til baka eins og við verðum að gera í svona keppni og á móti svona liði," sagðui Guðmundur. „Sóknarleikurinn var ekki góður og boltinn fékk lítið að ganga. Þeir komust í sendingar hjá okkur sem voru ótímabærar. Það var líka ekki margt að falla með okkur í fyrri hálfleik," sagði Guðmundur. „Menn geta haft sínar skoðanir á því hvort Spánverjar hafi slakað á í síðari hálfleik eða við gefið í. Ég vil meina að við höfum gefið í og spilað af eðlilegri getu sóknarlega og varnarlega sömuleiðis. Bjöggi kom líka með frábæra markvörslu en þetta var of stórt forskot," sagði Guðmundur sem vildi ekki tala um framhaldið. „Það eru allir firnasterkir sem eru komnir hingað og ég ætla ekki að segja orð um Frakkana. Við verðum bara að fara yfir þennan leik og láta verkin tala inn á vellinum," sagði Guðmundur.
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjá meira