Tekur þátt í hönnunarsamkeppni sænskrar tískukeðju 31. janúar 2011 08:00 Tóta Jóhannesdóttir er á meðal þátttakenda í hönnunarsamkeppni á vegum sænsku verslunarkeðjunnar Sisters. Kjóllinn sem hún sendi í keppnina hefur vakið nokkra athygli og kunna margir að meta hönnun Tótu. Tóta Jóhannesdóttir er á meðal þátttakenda í hönnunarsamkeppni á vegum sænsku verslunarkeðjunnar Sisters. Hún hefur verið búsett í Svíþjóð undanfarin tvö ár og starfar sem klippari samhliða því að hanna tískufatnað. Tóta er hárgreiðslukona að mennt og rak áður hárgreiðslustofuna 101 Hárhönnun sem er staðsett við Skólavörðustíg. Hún hefur þó lengi haft áhuga á hönnun og flutti til Svíþjóðar til þess að reyna fyrir sér í þeim bransa. „Ég var ekki með neitt plan þegar ég flutti út, mig langaði bara að breyta til og þreifa fyrir mér í fatahönnuninni," útskýrir Tóta. Hún hefur þegar verið fengin til að hanna eina fatalínu fyrir vefverslunina Nelly.com og er hún væntanleg í sölu nú í apríl. Aðspurð segist Tóta ekki vita mikið um hönnunarsamkeppni Sister annað en að þetta sé í fyrsta sinn sem hún er haldin og að verðlaunaflíkin verði sett í framleiðslu og seld í verslunum Sisters.Kjóll Tótu á Facebook-síðu Sisters.„Þau báðu mig um að senda inn mynd af flík sem ég gerði. Myndin var svo sett á Facebook-síðu Sisters og sú mynd sem fær flest „like" kemst áfram í keppninni þannig ad eg þygg alla hjálp frá vinum, vandamönnum og öðrum við ad like-a myndina mina. Þetta virdist standa og falla frekar með markaðssetningunni heldur en hönnuninni sjálfri. Sisters er samt stór verslunarkeðja þannig það er til mikils að vinna og auðvitað væri frábært ad komast áfram,"segir Tóta. Henni hefur gengið ágætlega í keppninni hingað til og kann fjöldi manna að meta myndina. Tóta segist kunna vel við sig í Svíþjóð og sér ekki eftir því að hafa flutt út. „Ég er ekkert að sigra heiminn en mér finnst voðalega gaman að gera það sem ég er að gera og er mjög ánægð með líf mitt hérna í Stokkhólmi, borgin er mjög falleg og veitir manni innblástur á hverjum degi," segir hún að lokum glaðlega.-smHér er hægt að gefa kjól Tótu atkvæði. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tóta Jóhannesdóttir er á meðal þátttakenda í hönnunarsamkeppni á vegum sænsku verslunarkeðjunnar Sisters. Hún hefur verið búsett í Svíþjóð undanfarin tvö ár og starfar sem klippari samhliða því að hanna tískufatnað. Tóta er hárgreiðslukona að mennt og rak áður hárgreiðslustofuna 101 Hárhönnun sem er staðsett við Skólavörðustíg. Hún hefur þó lengi haft áhuga á hönnun og flutti til Svíþjóðar til þess að reyna fyrir sér í þeim bransa. „Ég var ekki með neitt plan þegar ég flutti út, mig langaði bara að breyta til og þreifa fyrir mér í fatahönnuninni," útskýrir Tóta. Hún hefur þegar verið fengin til að hanna eina fatalínu fyrir vefverslunina Nelly.com og er hún væntanleg í sölu nú í apríl. Aðspurð segist Tóta ekki vita mikið um hönnunarsamkeppni Sister annað en að þetta sé í fyrsta sinn sem hún er haldin og að verðlaunaflíkin verði sett í framleiðslu og seld í verslunum Sisters.Kjóll Tótu á Facebook-síðu Sisters.„Þau báðu mig um að senda inn mynd af flík sem ég gerði. Myndin var svo sett á Facebook-síðu Sisters og sú mynd sem fær flest „like" kemst áfram í keppninni þannig ad eg þygg alla hjálp frá vinum, vandamönnum og öðrum við ad like-a myndina mina. Þetta virdist standa og falla frekar með markaðssetningunni heldur en hönnuninni sjálfri. Sisters er samt stór verslunarkeðja þannig það er til mikils að vinna og auðvitað væri frábært ad komast áfram,"segir Tóta. Henni hefur gengið ágætlega í keppninni hingað til og kann fjöldi manna að meta myndina. Tóta segist kunna vel við sig í Svíþjóð og sér ekki eftir því að hafa flutt út. „Ég er ekkert að sigra heiminn en mér finnst voðalega gaman að gera það sem ég er að gera og er mjög ánægð með líf mitt hérna í Stokkhólmi, borgin er mjög falleg og veitir manni innblástur á hverjum degi," segir hún að lokum glaðlega.-smHér er hægt að gefa kjól Tótu atkvæði.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira