Guðmundur: Verður ekki auðvelt að fækka í hópnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2011 20:14 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var að sjálfsögðu mjög ánægður með sigrana tvo á Þýskalandi um helgina. Ísland vann í dag fjögurra marka sigur á Þjóðverjum, 31-27, í síðari æfingaleik liðanna og heldur nú á HM í Svíþjóð með fullt sjálfstraust. „Ég er ánægður með tvo sigra á móti mjög góðu liði," sagði Guðmundur. „Fyrst og fremst var það varnarleikurinn sem var að fleyta okkur þetta lant. Við lögðum grunninn að sigrinum með honum og svo mjög fínni markvörslu. Ég var líka ánægður með sóknarleikinn." „Ég notaði alla átján leikmenn sem voru á skýrslu og það var jákvætt að fara í gegnum leikinn á þann hátt og vinna hann samt. Allir sem komu við sögu í dag skiluðu sínu." „En þetta eru æfingaleikir og gefa okkur ákveðin fyrirheit. En það er enn enginn sigur kominn í hús á HM og við þurfum því að halda áfram að vinna vel í vikunni og fylgja þessu eftir." Guðmundur hefur lagt ríka áherslu á varnarleikinn í undirbúningnum fyrir þessa leiki og það skilaði sér. En hvað með sóknarleikinn? „Við getum orðið enn betri í honum og eigum mikið inni þar. Við munum núna vinna í honum og við þurfum til að mynda að æfa okkur betur í að spila gegn framliggjandi vörn. Það er ýmislegt sem þarf að fínstilla og hann á eftir að verða betri. Hann var þó alls ekkert vandamál í þessum leikjum en við getum bætt okkur samt á flestum sviðum." Nú þarf Guðmundur að skera niður í æfingahópnum um þrjá leikmenn áður en liðið heldur til Svíþjóðar. „Ég gerði mér ekki það ekki auðvelt í þessum leik enda komu hér menn inn í dag sem stóðu sig mjög vel. Ég verð því að gjöra svo vel og finna út úr því. Ég mun nota morgundaginn og kannski mánudaginn líka til að liggja undir feldi og taka svo rétta ákvörðun." Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var að sjálfsögðu mjög ánægður með sigrana tvo á Þýskalandi um helgina. Ísland vann í dag fjögurra marka sigur á Þjóðverjum, 31-27, í síðari æfingaleik liðanna og heldur nú á HM í Svíþjóð með fullt sjálfstraust. „Ég er ánægður með tvo sigra á móti mjög góðu liði," sagði Guðmundur. „Fyrst og fremst var það varnarleikurinn sem var að fleyta okkur þetta lant. Við lögðum grunninn að sigrinum með honum og svo mjög fínni markvörslu. Ég var líka ánægður með sóknarleikinn." „Ég notaði alla átján leikmenn sem voru á skýrslu og það var jákvætt að fara í gegnum leikinn á þann hátt og vinna hann samt. Allir sem komu við sögu í dag skiluðu sínu." „En þetta eru æfingaleikir og gefa okkur ákveðin fyrirheit. En það er enn enginn sigur kominn í hús á HM og við þurfum því að halda áfram að vinna vel í vikunni og fylgja þessu eftir." Guðmundur hefur lagt ríka áherslu á varnarleikinn í undirbúningnum fyrir þessa leiki og það skilaði sér. En hvað með sóknarleikinn? „Við getum orðið enn betri í honum og eigum mikið inni þar. Við munum núna vinna í honum og við þurfum til að mynda að æfa okkur betur í að spila gegn framliggjandi vörn. Það er ýmislegt sem þarf að fínstilla og hann á eftir að verða betri. Hann var þó alls ekkert vandamál í þessum leikjum en við getum bætt okkur samt á flestum sviðum." Nú þarf Guðmundur að skera niður í æfingahópnum um þrjá leikmenn áður en liðið heldur til Svíþjóðar. „Ég gerði mér ekki það ekki auðvelt í þessum leik enda komu hér menn inn í dag sem stóðu sig mjög vel. Ég verð því að gjöra svo vel og finna út úr því. Ég mun nota morgundaginn og kannski mánudaginn líka til að liggja undir feldi og taka svo rétta ákvörðun." Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira