Ég er algjört jólabarn 1. nóvember 2011 00:01 Samverustundir með fjölskyldunni, hreint heimili og falleg tónlist kemur Regínu Ósk í jólaskap. „Ég er kannski ekki með einhverjar sérstakar hefðir en ég er að reyna að búa mér þær til með minni eigin fjölskyldu," svarar Regína Ósk söngkona þegar talið berst að jólahefðum hjá henni. „Reyndar hittist fjölskyldan mín, mamma, pabbi, systkini og börnin, og við skreytum og bökum laufabrauð. Þessi jól ætlum við svo mæðgurnar að búa til ís eitthvert kvöldið. Aðalatriðið finnst mér að hafa nógu kósí heima. Kertaljós, seríur, jólaöl og konfekt," segir Regína. Viltu rifja upp eftirminnileg jól? „Það eru fyrstu jólin þar sem ég var orðin mamma og svo jólin í fyrra sem ég eyddi með ömmu minni sem að lést svo í janúar á þessu ári. Það var yndislegt að geta verið með henni síðustu jólin hennar," segir Regína. Hvernig verður aðfangadagskvöldið hjá þér? „Aðfangadagskvöldið verður að öllum líkindum yndislegt eins og vanalega. Mamma og pabbi verða hjá okkur eins og síðustu ár og pabbi eldar kalkúninn. Síðan verða auðvitað dæturnar, sem nú eru orðnar tvær, þar sem ég átti stelpu í júní síðastliðnum." „Ég er algjört jólabarn og elska jólin, sérstaklega aðventuna. Ég á líka afmæli rétt fyrir jólin, 21.desember," segir Regína að lokum. - elly@365.is. Vala Matt og jólin. Jólafréttir Mest lesið Ljúffengar jólakræsingar Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Gyðingakökur Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Smákökurnar slógu í gegn Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Súkkulaði- kókoskökur Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Jóladagatal Vísis: Þegar upp úr sauð hjá Árna Johnsen og Rottweilerhundunum Jólin
„Ég er kannski ekki með einhverjar sérstakar hefðir en ég er að reyna að búa mér þær til með minni eigin fjölskyldu," svarar Regína Ósk söngkona þegar talið berst að jólahefðum hjá henni. „Reyndar hittist fjölskyldan mín, mamma, pabbi, systkini og börnin, og við skreytum og bökum laufabrauð. Þessi jól ætlum við svo mæðgurnar að búa til ís eitthvert kvöldið. Aðalatriðið finnst mér að hafa nógu kósí heima. Kertaljós, seríur, jólaöl og konfekt," segir Regína. Viltu rifja upp eftirminnileg jól? „Það eru fyrstu jólin þar sem ég var orðin mamma og svo jólin í fyrra sem ég eyddi með ömmu minni sem að lést svo í janúar á þessu ári. Það var yndislegt að geta verið með henni síðustu jólin hennar," segir Regína. Hvernig verður aðfangadagskvöldið hjá þér? „Aðfangadagskvöldið verður að öllum líkindum yndislegt eins og vanalega. Mamma og pabbi verða hjá okkur eins og síðustu ár og pabbi eldar kalkúninn. Síðan verða auðvitað dæturnar, sem nú eru orðnar tvær, þar sem ég átti stelpu í júní síðastliðnum." „Ég er algjört jólabarn og elska jólin, sérstaklega aðventuna. Ég á líka afmæli rétt fyrir jólin, 21.desember," segir Regína að lokum. - elly@365.is. Vala Matt og jólin.
Jólafréttir Mest lesið Ljúffengar jólakræsingar Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Gyðingakökur Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Smákökurnar slógu í gegn Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Súkkulaði- kókoskökur Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Jóladagatal Vísis: Þegar upp úr sauð hjá Árna Johnsen og Rottweilerhundunum Jólin