Handbolti

Mikil handboltahátið í New York í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frakkinn Jackson Richardsson er mættur til New York.
Frakkinn Jackson Richardsson er mættur til New York. Mynd/AFP
Heimsþekktir handboltamenn, bæði núverandi stjörnur sem og gamlir stjörnuleikmenn, eru nú staddir á Manhattan í New York þar sem markmið þeirra er að kynna handboltann fyrir Bandaríkjamönnum. Viðburðurinn er hluti af handboltamótinu „The Big Apple Team Handball Tournament".

Meðal leikmanna sem eru mættir eru menn eins og Magnus Wislander, Henning Fritz, Mirza Dzomba og Jackson Richardsson svo einhverjir séu nefndir en enginn íslensku leikmaður fær þó að vera með að þessu sinni..

Allir ætlar þessir kappar að vera með í sýningarleik sem fer fram í dag og er á milli úrvalsliðs úr þýsku deildinni og heimsúrvalssins, þjálfað af Per Carlén. Þetta er annað árið í röð sem svona leikur fer fram en að þessu sinni er umgjörðin miklu stærri.



Liðin sem mætast á Manhattan í dag:


Úrvalslið þýsku deildarinnar

Markmenn: Marcus Rominger, Henning Fritz, Marco Stange

Útispilarar: Steffen Weber, Lars Lehnhoff, Mario Clößner, Marcus Richwien, Stefan Schröder, Markus Baur, Maik Machulla, Christian Rompf, Jonathan Eisenkrätzer, Marcel Schliedermann, Michael Allendorf, Andreas Kunz, Sebastian Schneider, Christoph Theuerkauf, Philipp Reuter og Rolf Hermann.

Þjálfarar: Michael Roth, Christian Fitzek

Heimsúrvalið:

Markmenn: Tomas Svensson, Thomas Bauer, Andreas Rudolph, Per Sandström

Útispilarar: Magnus Wislander, Wolfgang Schwenke, Enric Masip, Mait Patrail, Jackson Richardson, Mirza Dzomba, Patrick Cazal, Joël Abati, David Szlezak, Johan Petersson, Jan Filip, Goran Sprem og Ljubomir Vranjes.

Þjálfarar: Per Carlén






Fleiri fréttir

Sjá meira


×