Mikil aukning á verðbréfasvindli i Danmörku 19. janúar 2011 10:11 Fjöldi lögreglumála vegna verðbréfasvindls hefur tvöfaldast milli ára í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum frá danska fjármálaeftirlitinu vísaði eftirlitið 75 slíkum málum til lögreglurannsóknar í fyrra. Árið áður var hinsvegar um 35 mál að ræða. Hér er átt við mál sem snúa að innherjasvikum, ólögmætri upplýsingagjöf um málefni félaga og markaðsmisnotkun. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að málafjöldinn komi á óvart því mjög ströng viðurlög liggi við þessi svindli. Þótt um óverulegar upphæðir sé að ræða getur svindlið kostað viðkomandi 30 til 40 daga í fangelsi. Jafnframt leiðir slíkur dómur til þess að sá seki er búinn að vera á markaðinum. Þá þykja svik af þessu tagi mjög áhættusöm. Þau fara iðulega fram í gegnum viðskiptakerfi netbanka. Þar með hefur svindlarinn skilið eftir sig rafræn spor sem auðvelt er að nálgast. Dæmi um einfalt svindl á markaðinum er ef miðlari setur fram kauptilboð á hlutum í skráð félag sem er nokkuð hærra en markaðsverð þess þá stundina. Skömmu síðar setur hann eigin hluti í þessu félagi til sölu á markaðinum. Þannig „neyðir" hann viðskiptavaka félagsins (yfirleitt bankar eða fjármálafyrirtæki) til þess að kaupa sína hluti á hærra verðinu. Eftir það dregur hann svo upphaflegt kauptilboð sitt til baka. Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjöldi lögreglumála vegna verðbréfasvindls hefur tvöfaldast milli ára í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum frá danska fjármálaeftirlitinu vísaði eftirlitið 75 slíkum málum til lögreglurannsóknar í fyrra. Árið áður var hinsvegar um 35 mál að ræða. Hér er átt við mál sem snúa að innherjasvikum, ólögmætri upplýsingagjöf um málefni félaga og markaðsmisnotkun. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að málafjöldinn komi á óvart því mjög ströng viðurlög liggi við þessi svindli. Þótt um óverulegar upphæðir sé að ræða getur svindlið kostað viðkomandi 30 til 40 daga í fangelsi. Jafnframt leiðir slíkur dómur til þess að sá seki er búinn að vera á markaðinum. Þá þykja svik af þessu tagi mjög áhættusöm. Þau fara iðulega fram í gegnum viðskiptakerfi netbanka. Þar með hefur svindlarinn skilið eftir sig rafræn spor sem auðvelt er að nálgast. Dæmi um einfalt svindl á markaðinum er ef miðlari setur fram kauptilboð á hlutum í skráð félag sem er nokkuð hærra en markaðsverð þess þá stundina. Skömmu síðar setur hann eigin hluti í þessu félagi til sölu á markaðinum. Þannig „neyðir" hann viðskiptavaka félagsins (yfirleitt bankar eða fjármálafyrirtæki) til þess að kaupa sína hluti á hærra verðinu. Eftir það dregur hann svo upphaflegt kauptilboð sitt til baka.
Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent